Atvinnumálanefnd

14. fundur 16. desember 2015 kl. 16:00 - 17:15 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson formaður
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Jóhann Jónsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir verkefnastjóri atvinnumála ritaði fundargerð
Dagskrá
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista mætti í forföllum Erlu Bjargar Guðmundsdóttur.

1.Atvinnumálanefnd - kynjuð fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2015040049Vakta málsnúmer

Lagt var til að kaupa gögn frá Creditinfo varðandi samsetningu atvinnumarkaðarins á Akureyri sem yrðu meðal annars nýtt af meistaranemanda við Háskólann á Akureyri sem ætlar að vinna lokaverkefni sem fjallar um atvinnumarkaðinn á Akureyri út frá kynjasjónarmiðum.
Atvinnumálanefnd samþykkir að gögnin verði keypt og felur verkefnastjóra atvinnumála að ganga frá kaupunum.

2.Frumkvöðlasetur á Akureyri

Málsnúmer 2015110232Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 9. desember 2015 vegna mögulegs samstarfssamnings við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um rekstur frumkvöðlaseturs á Akureyri og kostnað vegna breytinga á húsnæði.
Atvinnumálanefnd leggur til að farið verði í formlegar viðræður við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um rekstur frumkvöðlaseturs á Akureyri og vísar málinu til bæjarráðs.

3.Brothættar byggðir

Málsnúmer 2015070054Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 17:15.