Málsnúmer 2014030299Vakta málsnúmer
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 27. maí 2015:
Tillaga að deiliskipulagi Norður-Brekku, neðri hluta, var auglýst frá 11. febrúar með athugasemdafresti til 25. mars 2015. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar. Tillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti dagsettum 27. maí 2015 og í greinargerð dagsettri 27. maí 2015.
Einnig fylgir tillögunni húsakönnun, dagsett 16. apríl 2015.
Kostnaðarútreikningur framkvæmdadeildar vegna framkvæmda innan skipulagssvæðisins liggur fyrir.
Þrjár umsagnir og fimm athugasemdir bárust innan athugasemdatíma. Í framhaldi af kynningarfundi 5. nóvember 2014 bárust tvær athugasemdir.
Umsagnir og athugasemdir má sjá í fylgiskjali merktu 'Norður-Brekka, athugasemdir og svör 27.5.2015'.
Svör við umsögnum og athugasemdum eru í skjali merktu 'Norður-Brekka, athugasemdir og svör 27.5.2015'. Tekið er tillit til hluta athugasemda nr. 3 og nr. 7 og viðeigandi lagfæringar gerðar á skipulagsgögnum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti í fjarveru Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.
Í upphafi fundar bauð forseti Edward Hákon Huijbens V-lista velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn á kjörtímabilinu.
Því næst leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá 10. lið í útsendri dagskrá - Skýrsla bæjarstjóra - og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.