Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

509. fundur 18. september 2014 kl. 13:00 - 14:05 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Byggðavegur 114A - umsókn um gistileyfi

Málsnúmer 2014090145Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. september 2014 þar sem Auðunn Þorsteinsson óskar eftir að fá að breyta notkun hússins nr. 114A við Byggðaveg úr verslunarhúsnæði í gistiskála eða íbúð.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem ekki er heimilt að vera með íbúðir eða gistiskála innan þessa svæðis skv. aðalskipulagi.

2.Daggarlundur 8 - framkvæmdafrestur

Málsnúmer 2013050018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. september 2014 þar sem Sigurður Björgvin Björnsson f.h. BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um framkvæmdafrest til 15. júlí 2015 vegna lóðar nr 8. við Daggarlund.

Skipulagsstjóri samþykkir framkvæmdafrest til 15. apríl 2015.

3.Fagrasíða 1, A-C - umsókn um breytingu lóðar

Málsnúmer 2014080140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. ágúst 2014 þar sem Heimir Eggerz f.h. Fögrusíðu 1 húsfélags, kt. 440393-2929, sækir um leyfi fyrir garðskúrum, heitum pottum og skjólgirðingum við Fögrusíðu 1 a,b og c. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið enda verði heitir pottar a.m.k. 40 cm yfir yfirborði palls með læstu loki. Frárennsli frá pottum skal tengt skólplögnum hússins.

4.Míla - framkvæmdaleyfi fyrir ljósveitu

Málsnúmer 2014040229Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. september 2014 frá Ingimari Ólafssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, óskar eftir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. bókun skipulagsnefndar 28. maí 2014.
Um er að ræða framkvæmdir við:
Áfangi 2 svæði 1-3 Akurgerði, Hamragerði, Stekkjagerði og Kotárgerði.
Áfangi 2 svæði 4-8 Mýrarvegur, Engimýri, Víðimýri, Langamýri, Kambsmýri, Kringlumýri, Hrafnabjörg, Grænamýri, Rauðamýri, Byggðavegur, Þórunnarstræti, Þingvallastræti.
Áfangi 2 svæði 9-11 Norðurbyggð, Víðilundur.
Sjá meðfylgjandi teikningar.
Framkvæmdin miðast aðallega við ídrátt í fyrirliggjandi rör en auk þess verða settir niður nýjir brunnar og skápar einnig grafnar staðbundnar holur til breytinga á kerfi.
Rafmenn hafa umsjón með framkvæmdum. Meðfylgjandi er staðfesting á samráði við framkvæmdadeild og Norðurorku.
Skipulagsstjóra samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir ofantalin verk. Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

5.Strandgata 27 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014090094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. september 2014 þar sem Elísabet Gunnarsdóttir sækir um leyfi fyrir breytingum við hús nr. 27 við Strandgötu. Breytingarnar felast í að klæða húsið með timburklæðningu og breyta gluggum í upprunalegt horf. Meðfylgjandi eru teikningar og samþykki Minjastofnunar.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Jafnframt er óskað eftir að gerðir verði aðaluppdrættir af húsinu í framhaldi af öðrum breytingum sem fyrirhugaðar eru m.a. á innra skipulagi.

6.Þórunnarstæti 99 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012121197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. september 2014 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi fyrir breytingum við Þórunnarstræti 99. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson og endurskoðuð brunahönnun frá Eflu dagsett 8. september 2014.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Laxagata 6 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2014070173Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júlí 2014 frá Rögnvaldi Harðarsyni þar sem hann f.h. Sifjar Sigurðardóttur sækir um leyfi til að gera breytingar innan- og utanhúss á Laxagötu 6. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Innkomnar teikningar 12. september 2014.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Hrímland 17 - umsókn um byggingarleyfi fyrir spennistöð

Málsnúmer 2014090010Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. ágúst 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir spennistöð við lóð nr. 17 í Hálöndum. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar teikningar 15. september 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:05.