Lögð fram tilboð sem bárust í framkvæmdir við endurbætur á Listasafninu á Akureyri:
BB byggingar
589.119.100
133,1%
ÁK smíði
551.975.213
124,7%
Kostnaðaráætlun
442.471.731
100%
Listasafnið á Akureyri opnaði 29. ágúst 1993 í Kaupvangsstræti 12 þar sem áður var Mjólkursamlag KEA. Húsið á sér langa sögu og er sterkt í bæjarmyndinni. Húsnæðið er á fimm hæðum og um 2.200 m² að stærð.
Í dag er Listasafnið á Akureyri rekið í hluta húsnæðis Mjólkursamlagsins og í Ketilhúsinu. Lengi hefur staðið til að taka aðrar hæðir hússins undir starfsemi Listasafnsins en þær hafa verið í lítilli notkun vegna ástands húsnæðisins.
Í dag uppfyllir húsnæðið ekki kröfur um eldvarnir, heilbrigðismál og aðgengismál og þarf m.a. að endurnýja allar vatns- og raflagnir og loftræstikerfi.
Ljóst er að ráðast þarf í gagngerar endurbætur á húsnæðinu til að það uppfylli kröfur sem gerðar eru til húsnæðis listasafns gagnvart reglugerðum, rekstraraðilum og notendum.
Einnig þarf að horfa til þess að þær framkvæmdir sem eru á áætlun eru að stórum hluta uppsafnað viðhald á húsnæðinu sem nauðsynlegt er að ráðast í til að það verði ekki fyrir skemmdum og að lokum jafnvel ónothæft. Tengigangur á milli Mjólkursamlags og Ketilhúss stuðlar að hagræðingu fyrir rekstur Listasafnsins og eykur möguleika í starfsemi þess til muna.
Ætlunin er að í Listasafninu og umhverfi þess verði til manngerður áningarstaður fyrir ferðamenn.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Sigfús Karlsson B-lista sem sinn fulltrúa í verkefnisliðið.