Álfabyggð 22 - fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi og geymsluskápum

Málsnúmer 2013090015

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 459. fundur - 04.09.2013

Erindi dagsett 3. september 2013 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Birgis Karls Knútssonar leggur fram fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi og geymsluskápum við hús nr. 22 við Álfabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson.

Skipulagsstjóri bendir á að erindið þarf að taka fyrir í skipulagsnefnd og væntanlega senda í grenndarkynningu í framhaldinu ef jákvætt verður tekið í erindið. Skipulagsstjóri óskar eftir svari ef vilji stendur til að halda málinu áfram.

 

 

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 467. fundur - 30.10.2013

Erindi dagsett 24. október 2013 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Birgis Karls Knútssonar sækir um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi og geymsluskápum á lóð við hús nr. 22 við Álfabyggð. Meðfylgjandi eru gátlisti, samþykki nágranna og teikningar eftir Hauk Haraldsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 472. fundur - 04.12.2013

Erindi dagsett 24. október 2013 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Birgis Karls Knútssonar sækir um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi og geymsluskápum á lóð við hús nr. 22 við Álfabyggð. Meðfylgjandi eru gátlisti, samþykki nágranna og teikningar eftir Hauk Haraldsson.
Innkomnar teikningar 27. nóvember 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 493. fundur - 22.05.2014

Erindi dagsett 14. maí 2014 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Birgis Karls Knútssonar óskar eftir leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af húsi ásamt gróðurhúsi og geymsluskápum á lóð nr. 22 við Álfabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.