Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

472. fundur 04. desember 2013 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Fjölnisgata 1a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013120008Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 2. desember 2013 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Hringbergs ehf., kt. 480607-0900, leggur inn tillöguteikningar af nýbyggingu á lóðinni nr. 1a við Fjölnisgötu. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Hvannavellir 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2013090023Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. september 2013 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Ísam ehf., kt. 660169-1729, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 12 við Hvannavelli. Meðfylgjandi eru gátlisti, tilkynning um hönnunarstjóra og teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Innkomnar teikningar 29. nóvember 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Gleráreyrar 1 - umsókn um leyfi til að innrétta gistiheimili á 2. hæð og byggja nýtt stigahús

Málsnúmer 2013100283Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. október 2013 þar sem Arnar Hallsson f.h. SMI ehf., kt. 470296-2249, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Gleráreyrum 1, það er að innrétta gistiheimili í flokki II á 2. hæð ásamt byggingu nýs stiga-/lyftuhúss við húsið. Meðfylgjandi eru gátlisti, byggingarlýsing, minnisblað vegna brunahönnunar og teikningar eftir Aðalstein Snorrason.
Innkomnar teikningar og brunahönnun 25. nóvember 2013.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Austursíða 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013080180Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. ágúst 2013 þar sem Ragnar Auðunn Birgisson f.h. Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um leyfi fyrir nýrri vöru- og gönguhurð ásamt breyttu fyrirkomulagi á lóð við hús nr. 2 við Austursíðu. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Ragnar Auðun Birgisson. Innkomnar teikningar 26. nóvember 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Álfabyggð 22 - fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi og geymsluskápum

Málsnúmer 2013090015Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. október 2013 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Birgis Karls Knútssonar sækir um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi og geymsluskápum á lóð við hús nr. 22 við Álfabyggð. Meðfylgjandi eru gátlisti, samþykki nágranna og teikningar eftir Hauk Haraldsson.
Innkomnar teikningar 27. nóvember 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Frostagata 2b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012110122Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. desember 2013 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Trésmiðju Ásgríms Magnússonar ehf., kt. 410604-3880, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 2b við Frostagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Naustahverfi vestan Sómatúns - stög á GSM loftnet

Málsnúmer 2013120012Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsettum 8. október 2013 frá Brodda Þorsteinssyni þar sem hann f.h. Mílu ehf., kt. 460207-1690, sækir um leyfi til að setja stög á GSM farsímaloftnetsmastur fyrirtækisins í Naustahverfi vestan Sómatúns samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið með fyrirvara um að stögin verði tekin niður ef nýting á svæðinu verður með öðrum hætti en hún er nú og/eða ef í ljós kemur að stögin valdi óþarfa hávaða.

8.Strandgata 6 - umsókn um breytingar innanhúss

Málsnúmer 2013120019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. nóvember 2013 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. AT eignarhaldsfélags ehf., kt. 520213-1120, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 6 við Strandgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Strandgata 49 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012121159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júní 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Tis ehf., kt. 620905-1270, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 49 við Strandgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ingólf Guðmundsson.
Innkomnar nýjar teikningar 23. október og 4. desember 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Ósvör 2a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013010280Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. nóvember 2013 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Arctic travel ehf., kt. 440713-0330, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum og leyfi fyrir kaffihúsi í húsi nr. 2A við Ósvör. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar teikningar 26. nóvember og 4. desember 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Frostagata 2A - umsókn um byggingarleyfi fyrir vegg á milli rýma

Málsnúmer 2013110010Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. nóvember 2013 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Ásbyrgis-Flóru ehf., kt. 630245-0289, sækir um byggingarleyfi fyrir eldvarnarvegg á milli rýma í Frostagötu 2A. Meðfylgjandi er teikning eftir Rögnvald Harðarson.
Innkomin teikning, tilkynning um hönnunarstjóra og gátlisti 14. nóvember og teikningar aftur 4. desember 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:00.