Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

493. fundur 22. maí 2014 kl. 13:00 - 14:45 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Álfabyggð 22 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi og geymsluskápum

Málsnúmer 2013090015Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2014 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Birgis Karls Knútssonar óskar eftir leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af húsi ásamt gróðurhúsi og geymsluskápum á lóð nr. 22 við Álfabyggð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.


2.Bakkahlíð 39 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2014040126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. apríl 2014 þar sem Hrafnhildur Haraldsdóttir sækir um tímabundið leyfi fyrir bílastæði á lóð nr. 39 við Bakkahlíð. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsstjóri samþykkir tímabundið leyfi fyrir bílastæði með því skilyrði að umsækjandi láti þinglýsa meðfylgjandi yfirlýsingu ásamt teikningu af bílastæðinu og skila inn til skipulagsdeildar áður en framkvæmdir hefjast.

3.Bíladagar 2014

Málsnúmer 2014050111Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2014 frá Einari Gunnlaugssyni þar sem hann f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi fyrir viðburðaskiltum frá 6. - 19. júní, litboltavelli við Hafnarstræti neðan Samkomuhúss og tjaldsvæði á svæði félagsins við Hlíðarfjallsveg 13 frá 12. - 18. júní 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið og vísar í meðfylgjandi bréf um leyfða staðsetningu skilta og skilyrði vegna þeirra. Haft skal samráð við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra vegna tjaldsvæðis. Skilti skulu fjarlægð 19. júní n.k. Þrifið skal og gengið frá svæði fyrir litbolta eins og tekið var við því.

4.Bjarmastígur 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2014 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Ingvars og Kristjáns ehf., kt. 660399-2089, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Bjarmastíg 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Duggufjara 12 - umsókn um úrtak fyrir bílastæði

Málsnúmer 2014050092Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2014 þar sem Björk Þorsteinsdóttir sækir um leyfi fyrir úrtaki fyrir bílastæði við Duggufjöru 12. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Nánari útfærsla á staðsetningu úrtaka skal unnin í samráði við framkvæmdadeild. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.


6.Hafnarstræti 102 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Lf3 ehf, kt. 460207-1260, sækir um breytingar á nýtingu vesturhluta fyrstu hæðar að Hafnarstræti 102. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar teikningar 19. maí 2014
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Hafnarstræti 18b - eignaskiptayfirlýsing

Málsnúmer 2014040214Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. apríl 2014 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Sigríðar Öldu Ásmundsdóttur og Guðmundar Friðfinnssonar, eign 0101, Ingva Ómars Meldal, eign 0102, Frosta L. Meldal og Svanhildar Sigtryggsdóttur, eign 0201, óskar eftir áritun byggingarfulltrúa á meðfylgjandi teikningar eftir Þröst Sigurðsson, sem nota á við gerð eignaskiptayfirlýsingar. Innkomnar teikningar 20. maí 2014.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Holtagata 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 2012110092Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2014 þar sem Sigmundur Kristberg Magnússon óskar eftir að fella niður samþykkt á byggingaráformum fyrir bílageymslu við Holtagötu 1, sem samþykkt var 20. mars 2013. Einnig óskar hann eftir að greiðsluseðill fyrir gatnagerðargjöldum verði felldur niður.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Jaðarstún 17-19 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. maí 2014 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Byggingarfélagsins Hyrnunnar ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir Jaðarstún 17-19. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

10.Neðri-Sandvík Grímsey - breyting á sundlaug

Málsnúmer 2012121100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. desember 2012, þar sem Fasteignir Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækja um byggingarleyfi v/ endurbyggingar þaks á sundlauginni í Grímsey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar teikningar 20. maí 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Skólastígur 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN070491Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2014 þar sem Ágúst H. Guðmundsson f.h. Þrekhallarinnar, kt. 511209-1880, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

12.Þórunnarstræti 99 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012121197Vakta málsnúmer

Innkomnar reyndarteikningar 14. maí 2014 eftir Gísla Jón Kristinsson af Þórunnarstræti 99.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

13.Eyrarlandsvegur, SAk - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2014 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, sækir um leyfi til breytinga á suðurhluta tengibyggingar. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti.
Innkomnar teikningar 14. maí 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

14.Melateigur 11 - umsókn um byggingarleyfi fyrir sólskála

Málsnúmer 2014030113Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2014 þar sem Valbjörn Æ. Vilhjálmsson f.h. Guðmundar Þórhallssonar sækir um byggingarleyfi fyrir sólskála við Melateig 11. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Æ. Vilhjálmsson.
Innkomnar teikningar 14. maí 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

15.Kjarnagata 43 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050099Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. maí 2014 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. bygginga ehf., kt. 490398-2529 sækir um byggingarleyfi fyrir húsi númer 43 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Tryggva Tryggvason. Jafnframt er sótt um heimild til jarðvegsskipta fyrir hús og bílastæði.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

16.Gránufélagsgata 46 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014050102Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. maí 2014 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Valsmíði ehf., kt. 561195-2509, sækir um leyfi fyrir gluggabreytingum á Gránufélagsgötu 46. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:45.