Málsnúmer 2013010054Vakta málsnúmer
Með vísun í bókanir dagsettar 12. nóvember 2008 (SN080113) og 16. janúar 2013 (2013010055), leggur skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal. Um er að ræða stækkun á svæði KKA til vesturs sbr. bókun skipulagsnefndar frá 6. apríl 2010 (BN090233) og svæði fyrir miðlunartank Norðurorku auk annarra breytinga.
Tillagan er dagsett 27. febrúar 2013 og unnin af Teiknum á lofti ehf.
Innkomið bréf dagsett 21. febrúar 2013 frá BA um stækkun á svæði félagsins til vesturs að Hlíðarfjallsvegi vegna lengingar kvartmílubrautar.
Innkomið bréf dagsett 22. febrúar 2013 frá KKA vegna stækkunar á svæði félagsins til vesturs að gamla vatnsveituvegi vegna stækkunar endurobrautar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.