Málsnúmer 2012020096Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 3. desember 2012 þar sem Helgi Már Pálsson f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar sækir um leyfi til að framlengja Dalsbraut, frá núverandi aðkomuvegi að Lundarskóla, til suðurs og að núverandi hringtorgi við Skógarlund, samtals um 300m vegarkafla. Framkvæmdin telst ekki matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 skv. úrskurði Skipulagsstofnunar dagsettum 26. janúar 2012.
Meðfylgjandi eru útboðsgögn frá Verkfræðistofu Norðurlands.
Skipulagsnefnd leggur til að breytingar verði gerðar á deiliskipulagsuppdrætti í samræmi við tillögur Forms ehf.
Afgreiðslu að öðru leyti frestað.
Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað:
Ég vil að lengra verði gengið í að koma til móts við hugmyndir sem fram komu í þeim 29 samhljóða athugasemdum sem bárust. Felur það í sér að breyta bílastæðum austan Íþróttahallar og Líkamsræktarstöðvar að öllu eða hluta í útivistarsvæði þó það feli í sér fækkun stæða. Með því að samþykkja framlagðar breytingar á deiliskipulagi er verið að festa í sessi það fyrirkomulag sem ríkir á svæðinu og setur bíla í forgang umfram gangandi vegfarendur.