Þórsstígur 4 - umsókn um beytingar á norður- og miðsal, bílastæði.

Málsnúmer 2012070009

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 406. fundur - 18.07.2012

Erindi dagsett 3. júlí 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á norður- og miðsal hússins að Þórsstíg 4, einnig er sótt um leyfi fyrir breytingum á bílastæði norðan og vestan við húsið. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 407. fundur - 26.07.2012

Erindi dagsett 3. júlí 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á norður- og miðsal hússins að Þórsstíg 4. Einnig er sótt um leyfi fyrir breytingum á bílastæði norðan og vestan við húsið. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar og brunahönnun 23. júlí 2012. Sótt er um undanþágu frá gildandi byggingarreglugerð:
1. Gr.6.4.2. Inngangsdyr/útidyr.
2. Gr.6.8.3. Algild hönnun snyrtinga og baðherbergja

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Skipulagsnefnd - 152. fundur - 13.02.2013

Erindi dagsett 5. febrúar 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, óskar eftir heimild til viðbyggingar og breytinga innanhúss við Þórsstíg 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ingólf Guðmundsson dagsettar 4. febrúar 2013.

Þar sem einungis er um að ræða minniháttar viðbyggingu við aðalbyggingu og er því breyting er varðar einungis Akureyrarbæ og lóðarhafa sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsnefnd umbeðna viðbyggingu.

Skipulagsstjóri afgreiði umsókn um byggingarleyfi.

 

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 432. fundur - 13.02.2013

Erindi dagsett 4. febrúar 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um viðbyggingu og breytingar á áður samþykktum teikningum af mið- og norðursal hússins að Þórsstíg 4. Einnig er sótt um leyfi fyrir breytingum á bílastæði norðan og vestan við húsið. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Sótt er um undanþágu frá gildandi byggingarreglugerð:
1. Gr. 6.4.2. Inngangsdyr/útidyr.
2. Gr. 6.8.3. Algild hönnun snyrtinga og baðherbergja.
3. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
4. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
5. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 442. fundur - 07.05.2013

Erindi dagsett 5. febrúar 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, óskar eftir heimild til viðbyggingar og breytinga innanhúss í Þórsstíg 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson dagsettar 4. febrúar 2013.
Innkomnar teikningar 24. apríl 2013.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 443. fundur - 15.05.2013

Erindi dagsett 5. febrúar 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, óskar eftir heimild til viðbyggingar og breytinga innanhúss í Þórsstíg 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson dagsettar 4. febrúar 2013.
Innkomnar teikningar 15. maí 2013.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 462. fundur - 25.09.2013

Erindi dagsett 18. september 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af viðbyggingu og breytingum innanhúss í Þórsstíg 4. Innkomnar teikningar eftir Loga Má Einarsson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 477. fundur - 23.01.2014

Erindi dagsett 18. september 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af viðbyggingu og breytingum innanhúss í Þórsstíg 4. Innkomnar teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar teikningar 21. janúar 2014.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til bæði fyrri og nýrra athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 478. fundur - 30.01.2014

Erindi dagsett 18. september 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af viðbyggingu og breytingum innanhúss í Þórsstíg 4. Innkomnar teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar teikningar 29. janúar 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 605. fundur - 20.10.2016

Innkomnar teikningar 27. september 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Hölds ehf., kt. 651174-0239, leggur inn reyndarteikningar fyrir breytingum á húsinu Þórsstíg 4 í heild sinni. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 20. október 2016.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 670. fundur - 15.03.2018

Erindi dagsett 3. júlí 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum af Þórstíg 4. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 14. mars 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 693. fundur - 20.09.2018

Erindi dagsett 13. september 2018 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 4 að Þórsstíg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.