Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

443. fundur 15. maí 2013 kl. 13:00 - 15:15 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Aðalstræti 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020095Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. febrúar 2013 þar sem Stefán Örn Stefánsson f.h. Minjaverndar hf., kt. 700485-0139, sækir um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á Aðalstræti 4. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Stefán Örn Stefánsson.
Innkomnar teikningar 10. maí 2013.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Árstígur 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013050065Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. maí 2013 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Ferro Zink hf., kt. 460289-1309, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við Árstíg 6. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Þröst Sigurðsson.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

3.Barmahlíð 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012100046Vakta málsnúmer

Innkomnar teikningar 14. maí 2013 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum fyrir nýbyggingu á lóð nr. 8 við Barmahlíð.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

4.Glerárgata 36 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013050056Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. maí 2013 þar sem Bjarni Hafþór Helgason f.h. Fasteignafélagsins Klappa ehf., kt. 670505-2350, sækir um leyfi til breytinga innanhúss við Glerárgötu 36. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Árna Kristjánsson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Sómatún 29 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012120025Vakta málsnúmer

Innkomnar teikningar 13. maí 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Sverris Gestssonar sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af Sómatúni 29.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Sunnuhlíð 12 - umsókn um breytingu innanhúss

Málsnúmer 2013040190Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. apríl 2013 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Fasteignafélagsins Lindar ehf., kt. 601212-1020, sækir um breytingar innanhúss í eignarhluta 0105 við Sunnuhlíð 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Innkomnar teikningar 13. maí 2013.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið. Bent er á að nauðsynlegt er að gerð verði brunahönnun fyrir húsið.

7.Þórsstígur 4 - umsókn um breytingar á norður- og miðsal og á bílastæði

Málsnúmer 2012070009Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. febrúar 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, óskar eftir heimild til viðbyggingar og breytinga innanhúss í Þórsstíg 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson dagsettar 4. febrúar 2013.
Innkomnar teikningar 15. maí 2013.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

8.Geislagata 9, stigi - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013040250Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. apríl 2013 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til að byggja flóttastiga norðan á húsið í Geislagötu 9 og breyta bílastæðum. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Hafnarstræti 87-89 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013010246Vakta málsnúmer

Innkomnar teikningar 15. maí 2013 þar sem Hallgrímur Friðgeirsson f.h. Regins ehf., kt. 630109-1080, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af 1. hæð í Hafnarstræti 87-89.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

10.Seljahlíð 13A - sólskáli

Málsnúmer 2013050110Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 15. maí 2013 þar sem Egill Andri Bollason leggur inn fyrirspurn um hvort leyfi fáist til að steypa plötu fyrir sólskála við Seljahlíð 13a.

Staðgengill skipulagsstjóra bendir á að einungis er búið að samþykkja sólskála fyrir húsið Seljahlíð 13e-h. Sækja þarf um byggingarleyfi með uppdráttum vegna sólskála við húsið Seljahlíð 13a.

11.Brekkusíða 9. - Stækkun á bílgeymslu.

Málsnúmer BN080414Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2013 þar sem Egill Snær Þorsteinsson óskar eftir endurnýjun á byggingarleyfi fyrir Brekkusíðu 9 sem samþykkt var 1. júlí 2009.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir endurnýjun byggingaráformanna en bílskúrinn skal gerður fokheldur og frágenginn að utan innan 18 mánaða.

12.Brekatún 2 - breyting á teikningum

Málsnúmer BN060274Vakta málsnúmer

Innkomnar teikningar 10. maí 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Brekatúni 2. Meðfylgjandi eru deiliteikningar vegna útveggjaklæðningar samþykktar af Árna Árnasyni brunahönnuði hússins.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 15:15.