Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

693. fundur 20. september 2018 kl. 11:00 - 12:05 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Dalsbraut 1H - fyrirspurn vegna viðbyggingar og breytinga

Málsnúmer 2018090115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Hika ekki ehf., kt. 590809-0550, leggur inn fyrirspurn vegna viðbyggingar og breytinga á húsi nr. 1H við Dalsbraut. Einnig barst erindi dagsett 19. september sl. þar sem óskað er eftir heimild til jarðvegsskipta. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta. Samráð skal haft við meðeiganda í húsinu vegna aðkomu að bakinngöngum.

2.Stekkjartún 32 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017060025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af fjölbýlishúsi á lóð nr. 32 við Stekkjartún, er varðar uppsetningu svalaskýla og bílastæðamál. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Margrétarhagi 5 a, b - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090154Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. september 2018 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Guðrúnar Guðmundsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóð nr. 5 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Óskað er eftir leyfi til jarðvegsskipta sem fyrst.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem teikningar uppfylla ekki mörg ákvæði byggingarreglugerðar.

4.Keilusíða 1-3-5 - fyrirspurn um fjölgun íbúða

Málsnúmer 2018090105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, leggur inn fyrirspurn varðandi fjölgun íbúða í húsi nr. 1-3-5 við Keilusíðu á kostnað sameignar. Meðfylgjandi er teikning frá Kollgátu.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið.

5.Geirþrúðarhagi 4A - fyrirspurn

Málsnúmer 2018090107Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, leggur inn fyrirspurnarteikningar og sækir um heimild til jarðvegsskipta fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga, hús A. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta.

6.Geirþrúðarhagi 4B - fyrirspurn

Málsnúmer 2018090170Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, leggur inn fyrirspurnarteikningar og sækir um heimild til jarðvegsskipta fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga, hús B. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta.

7.Dalsgerði 6a - fyrirspurn vegna bílastæðis

Málsnúmer 2018090179Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. september 2018 þar sem Elfar Dúi Kristjánsson leggur inn fyrirspurn vegna bílastæða á lóð húss nr. 6 við Dalsgerði, íbúð a. Meðfylgjandi er samþykki nágranna og teikningar.
Byggingarfulltrúi getur fallist á að gert verði eitt stæði vestan hússins. Bent er á að skv. lóðarsamningi er gert ráð fyrir sameiginlegum bílastæðum fyrir norðan húsið.

8.Þórsstígur 4 - umsókn um breytingar á norður- og miðsal og á bílastæði

Málsnúmer 2012070009Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. september 2018 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 4 að Þórsstíg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

9.Margrétarhagi 3a og b - umsókn um frest

Málsnúmer 2017120345Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Þ.J.V. Verktaka ehf., kt. 430715-0380, sækir um framlengingu á byggingarfresti til 1. apríl 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

10.Hrókaland Hálöndum III - fyrirspurn

Málsnúmer 2018090125Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. september 2018 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu húss á Hrókalandi, Hálöndum III í landi Hlíðarenda. Meðfylgjandi eru teikningar frá Kollgátu.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið.

11.Hrókaland 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090292Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um graftrarleyfi á lóð nr. 4 við Hrókaland.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta í byggingarreit hússins í samræmi við deiliskipulag.

12.Hrókaland 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090293Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um graftrarleyfi á lóð nr. 6 við Hrókaland.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta í byggingarreit hússins í samræmi við deiliskipulag.

13.Hrókaland 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090294Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um graftrarleyfi á lóð nr. 8 við Hrókaland.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta í byggingarreit hússins í samræmi við deiliskipulag.

14.Hrókaland 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090306Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2018 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um graftrarleyfi á lóð nr. 10 við Hrókaland.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta í byggingarreit hússins í samræmi við deiliskipulag.

15.Hrókaland 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090307Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2018 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um graftrarleyfi á lóð nr. 12 við Hrókaland.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta í byggingarreit hússins í samræmi við deiliskipulag.

16.Hvassaland 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090308Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2018 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um graftrarleyfi á lóð nr. 2 við Hvassaland.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta í byggingarreit hússins í samræmi við deiliskipulag.

17.Hvassaland 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090309Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2018 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um graftrarleyfi á lóð nr. 4 við Hvassaland.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta í byggingarreit hússins í samræmi við deiliskipulag.

18.Hvassaland 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090310Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2018 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um graftrarleyfi á lóð nr. 6 við Hvassaland.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta í byggingarreit hússins í samræmi við deiliskipulag.

19.Hvassaland 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090311Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2018 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um graftrarleyfi á lóð nr. 8 við Hvassaland.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta í byggingarreit hússins í samræmi við deiliskipulag.

20.Hvassaland 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090312Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2018 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um graftrarleyfi á lóð nr. 10 við Hvassaland.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild til jarðvegsskipta í byggingarreit hússins í samræmi við deiliskipulag.

Fundi slitið - kl. 12:05.