Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

670. fundur 15. mars 2018 kl. 13:00 - 14:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Drottningarbraut N1 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017020173Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. mars 2018 þar sem Sigurður Einarsson fyrir hönd N1 hf., kt. 540206-2010, sækir um leyfi til að fella niður flóttaleið í gegnum kæli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sigurð Einarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Ráðhústorg 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2018030085Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. mars 2018 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Kaffi 600 ehf., kt. 491111-0460, og Guri ehf., kt. 690806-0530, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 9 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði

3.Hafnarstræti 106 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss og skiptingu hússins í tvær eignir

Málsnúmer 2018030087Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. mars 2018 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Drífu ehf., kt. 480173-0159, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 106 við Hafnarstræti. Einnig er sótt um að skipta húsinu í tvær eignir. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson. Innkomin ný teikning 14. mars 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Bent skal á gera þarf eignaskiptasamning fyrir húsið áður en lokaúttekt verður gerð.

4.Baldursnes 8 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN070315Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. febrúar 2018 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Valhallar ehf., kt. 670269-6639, sækir um byggingarleyfi fyrir skiptingu húss nr. 8 við Baldursnes í þrjár noteiningar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar 14. mars 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Þórsstígur 4 - umsókn um breytingar inni

Málsnúmer BN100184Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. apríl 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum af Þórstíg 4. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 14. mars 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Þórsstígur 4 - umsókn um breytingar á norður- og miðsal og á bílastæði

Málsnúmer 2012070009Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júlí 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum af Þórstíg 4. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 14. mars 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:40.