Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

432. fundur 13. febrúar 2013 kl. 11:00 - 11:55 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Daggarlundur 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012080098Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. ágúst 2012 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Hafþórs Helgasonar sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum fyrir nýbyggingu á lóð nr. 12 við Daggarlund. Innkomnar teikningar 7. febrúar 2013 eftir Birgi Ágústsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Gránufélagsgata 45 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2013020059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. febrúar 2013 þar sem Heiðar Rögnvaldsson f.h. Aspar trésmiðju ehf., kt. 590279-0219, sækir um stöðuleyfi fyrir frístundahúsi í byggingu á lóðinni Gránufélagsgötu 45. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Strandgata 49 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012121159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. desember 2012 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Tis ehf., kt. 620905-1270, sækir um breytingu á innra skipulagi húss nr. 49 við Strandgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 7. febrúar 2013.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Þórsstígur 4 - umsókn um breytingar á norður- og miðsal og á bílastæði

Málsnúmer 2012070009Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. febrúar 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, sækir um viðbyggingu og breytingar á áður samþykktum teikningum af mið- og norðursal hússins að Þórsstíg 4. Einnig er sótt um leyfi fyrir breytingum á bílastæði norðan og vestan við húsið. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Sótt er um undanþágu frá gildandi byggingarreglugerð:
1. Gr. 6.4.2. Inngangsdyr/útidyr.
2. Gr. 6.8.3. Algild hönnun snyrtinga og baðherbergja.
3. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
4. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
5. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Þórsstígur 4 - reyndarteikningar

Málsnúmer BN100184Vakta málsnúmer

Lagðar fram reyndarteikningar af Þórsstíg 4 eftir Loga Má Einarsson með breytingum á áður samþykktum teikningum vegna athugasemda við lokaúttekt.
Skipulagsstjóri samþykkir breytingarnar, en teikningarnar verða afgreiddar í tengslum við breytingar á norðurhluta hússins sem sótt hefur verið um. Sjá mál 2012070009.

6.Naustatangi 2 - umsókn um leyfi fyrir breytingum og viðbyggingu

Málsnúmer 2012070063Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júlí 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Slippsins á Akureyri ehf., kt. 511005-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum og viðbyggingu að Naustatanga 2. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 8. febrúar 2013 og umsókn um undanþágu frá byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
4. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
5. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Innkomnar teikningar 25. september 2012.
Innkomnar teikningar og gátlisti 8. febrúar 2013.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Naustatangi 2 mhl-02 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020072Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. febrúar 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Slippsins ehf., kt. 511005-0940, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum inni á Naustatanga 2, mhl 02. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Ingólf Guðmundsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Hafnarstræti 87-89 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013010246Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. janúar 2013 þar sem Hallgrímur Friðgeirsson f.h. Regins ehf., kt. 630109-1080, sækir um byggingarleyfi fyrir innan- og utanhússbreytingum á Hafnarstræti 87-89. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Helgu Lund.
Innkomnar teikningar 8. febrúar 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Gefinn er frestur til 1. desember 2013 til að skila inn brunahönnun fyrir húsið í heild og frestur til 1. júní 2013 til að skila inn skráningartöflu fyrir húsið í heild.

9.Tryggvabraut 16 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020084Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. febrúar 2013 þar sem Helgi Örlygsson f.h. Nýju Kaffibrennslunnar ehf., kt. 440700-2760, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss við Tryggvabraut 16. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gunnlaug Ó. Jóhannsson.
Skipulagsstjóri tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu byggingarleyfis með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 11:55.