Erindi dags. 23. mars 2012 frá iðnaðarráðuneytinu þar sem fram kemur að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillögu þar sem iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra er falið að skipa nefnd er móti stefnu um lagningu raflína í jörð og þau sjónarmið sem taka ber mið af hverju sinni við ákvarðanir þar um. Nefndin skal skila tillögum til iðnaðarráðherra fyrir 20. september 2012 og hvetur alla sem hagsmuna eiga að gæta og aðra sem áhuga hafa, til að kynna sér tillöguna og senda nefndinni athugasemdir og ábendingar sem varða mótun stefnu um raflínur í jörð. Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til 18. maí 2012.
Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi V-lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Vegna umræðu um raforkuflutninga og lagnaleiðir tel ég mikilvægt að styðjast við þemu Staðardagskrár 21 og sjónræni umhverfisþátturinn verði ekki einn til viðmiðunar við ákvarðanatöku heldur fái aðrir vistfræðilegir þættir sem og samfélagslegir það vægi sem þeim ber.