Erindi dags. 7. júní 2012 frá Björk Ólafsdóttur þar sem Akureyrarbæ og Lundarskóla er þakkað fyrir þátttöku í tilraunaverkefni um ytra mat.
Þar kemur fram að nú þegar matsteymið hefur skilað af sér niðurstöðum með skilafundi og skýrslu þá kemur til kasta sveitarfélagsins, eða skólanefndar/skóladeildar í umboði þess, að fylgja niðurstöðunum eftir og sjá til þess að skólinn vinni með þær tillögur sem settar voru fram af matsaðilum.
Meðfylgjandi er skýrsla matsaðila um starfsemi Lundarskóla en þar fær skólinn almennt jákvætt mat.
Skólanefnd samþykkir að þiggja boðið.