Málsnúmer 2011050092Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 15. maí 2011 þar sem Fríða Stefánsdóttir f.h. Reisum ehf., kt. 470809-0270, sækir um deiliskipulagsbreytingu á lóð nr. 5 við Tónatröð þ.e. að breyta húsgerð úr E1 (kjallara, hæð og ris) í E3 (hæð og ris).
Erindið var grenndarkynnt frá 8. júlí til 5. ágúst 2011. Tvær athugasemdir bárust.
1) Ólafur Tryggvi Kjartansson og Þorbjörg Ingvadóttir Spítalavegi 9 og Gísli Sigurgeirsson Tómatröð 8 dags. 4. ágúst 2011. Þau mótmæla fyrirhugaðri breytingu m.a. með þeim rökum að hún gangi gegn markmiði deiliskipulagsins um þéttingu byggðar.
2) Ólafur Tr. Kjartansson, Kjartan Ólafsson og Ólafur Ólafsson f.h. ÓM ehf dags. 5. ágúst 2011. Óskað er eftir skýringum á því hvers vegna félaginu var ekki kynnt fyrirhuguð breyting á deiliskipulaginu. Þá er jafnframt óskað eftir að félaginu verði gefið tækifæri til að kynna sér þessi áform og eftir atvikum að gera athugasemdir við þau.
Skipulagsstjóra og formanni skipulagsnefndar er falið að fullgera umsögn um drög að nýrri byggingarreglugerð í samræmi við umræður á fundinum.