Stjórn Akureyrarstofu

97. fundur 03. maí 2011 kl. 19:30 - 21:55 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Einar Ófeigsson
  • Jóhann Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Hulda Sif Hermannsdóttir
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Dagskrá

1.Vorkoma stjórnar Akureyrarstofu 2011

Málsnúmer 2011040138Vakta málsnúmer

Áfram haldið vinnu við undirbúning Vorkomunnar. Teknar voru ákvarðanir um viðurkenningar Húsverndarsjóðs og Menningarsjóðs Akureyrar, athafna- og nýsköpunarverðlaun stjórnar Akureyrarstofu og starfslaun listamanna til sex mánaða.
Sævar Pétursson verkefnisstjóri atvinnumála sat fundinn undir þessum lið að hluta.

Niðurstöður stjórnarinnar verða gerðar kunnar á Vorkomu stjórnarinnar þann 12. maí nk.

2.Hátíðir og viðburðir á Akureyri 2011

Málsnúmer 2011050022Vakta málsnúmer

Farið yfir helstu hátíðir og stærri viðburði sem framundan eru á Akureyri og Akureyrarstofa kemur að með beinum og óbeinum hætti.

3.Atvinnumál - kaup Samherja á útgerðarfyrirtækinu Brimi

Málsnúmer 2011050024Vakta málsnúmer

Fram hefur komið í fréttum að Samherji hefur keypt útgerðarfyrirtækið Brim og mun fyrirtækið í framtíðinni heita Útgerðarfélag Akureyringa.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar kaupum Samherja á starfsemi Brims á Norðurlandi. Í sögulegu samhengi er endurvakning Útgerðarfélags Akureyringa eða ÚA hér í bæ einkar ánægjuleg og er það trú stjórnarinnar að með kaupunum standi rekstur fiskvinnslu í bænum á enn traustari grunni en áður.

Fundi slitið - kl. 21:55.