Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

433. fundur 20. febrúar 2013 kl. 13:00 - 14:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Aðalstræti 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020095Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. febrúar 2013 þar sem Stefán Örn Stefánsson f.h. Minjaverndar hf., kt. 700485-0139, sækir um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á Aðalstræti 4. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Stefán Örn Stefánsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Austurvegur 46 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2013020151Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. febrúar 2013 þar sem Sigmar Jóhannes Friðbjörnsson sækir um lóð nr. 46 við Austurveg í Hrísey.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið með fyrirvara um byggingarhæfi lóðarinnar. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

3.Hafnarstræti 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020099Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. febrúar 2013 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Aðalstrætis 9 ehf., kt. 510304-2090, leggur inn fyrirspurn um breytingu á notkun á Hafnarstræti 7. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem rýmið uppfyllir ekki ákvæði byggingarreglugerðar.

4.Helgamagrastræti 24 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020129Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. febrúar 2013 þar sem Grétar Markússon f.h. Láru Maríu Ellingsen sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss á Helgamagrastræti 24. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Grétar Markússon.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Holtagata 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 2012110092Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. nóvember 2012 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Sigmundar Kristbergs Magnússonar sækir um byggingarleyfi fyrir bílageymslu við Holtagötu 1. Meðfylgjandi eru samþykki nágranna og teikningar eftir Harald Árnason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Hringteigur 2 - byggingarleyfi fyrir sumarhúsi til flutnings - VMA

Málsnúmer 2012110042Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2012 þar sem Halldór Torfi Torfason f.h. Verkmenntaskólans á Akureyri, kt. 531083-0759, óskar eftir byggingarleyfi á lóð nr. 2 við Hringteig vegna sumarhúss sem ætlað er til flutnings. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jóhannes Pétursson. Innkomnar teikningar 12. febrúar 2013.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu.

7.Njarðarnes 4 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2013010320Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. janúar 2013 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Áveitunnar ehf., kt. 560198-2219, sækir um breytingar innan- og utanhúss í eignarhluta 0104 við Njarðarnes 4. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 12. febrúar 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Rauðamýri 11 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020043Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. febrúar 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Þorsteins H. Vignissonar sækir um leyfi til breytingar á áður samþykktum teikningum af bílgeymslu við Rauðumýri 11.
Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Sómatún 29 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012120025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. desember 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sverris Gestssonar sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu nr. 29 við Sómatún. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Einnig er sótt um undanþágu frá byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h. Varðandi hönnun umferðaleiða innan bygginga.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangar og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningar heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2 Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Innkomnar teikningar 17. janúar og 13. febrúar 2013.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

10.Tjarnartún - umferðarmál

Málsnúmer 2011020055Vakta málsnúmer

Hjördís Jónsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 24. janúar 2013 vegna umferðar um Tjarnartún.
Hún telur umferð í Tjarnartúni of hraða og of mikla en hafi þó minnkað með tilkomu Dalsbrautar. Fer fram á að fá þrengingar í götuna til að minnka hraðann á umferðinni.

Samkvæmt mælingum á umferðarhraða í Tjarnartúni sem framkvæmdar voru 20.1.-27.1.2012 kemur fram að meðalhraði bifreiða er undir 30 km hraða og 85% af umferð er undir hraðanum 32-34 km/klst og því ekki talin þörf á að setja þrengingar í götuna. Að öðru leyti er vísað til svarbréfa dags. 25.1 og 17.2 2012 um málið.

11.Þórunnarstræti 99 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012121197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. desember 2012 þar sem Gísli Jón Kristinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, óskar eftir leyfi vegna breytinga innan- og utanhúss á húsi nr. 99 við Þórunnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Gísla Jón Kristinsson.
Einnig er sótt um undanþágu í samræmi við grein 17.1.2., lið 1 í byggingarreglugerð 112/2012:
U-gildi útveggja hússins uppfyllir ekki þær kröfur sem ný byggingarreglugerð gerir.
1. Gr. 13.3.3. Hér er vikið frá kröfum um leyfilegt hámark U-gilda útveggja og gólfs.
Innkomin uppfærð brunahönnun dagsett 31. janúar 2013. Innkomnar aðalteikningar 5., 14. og 20. febrúar 2013.
Innkomin jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands dagsett 18. febrúar 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið, en minnir á að bera skal undir Minjastofnun Íslands nánari útfærslu á útlitsbreytingum á framhlið hússins. 

Fundi slitið - kl. 14:40.