Málsnúmer 2011020053Vakta málsnúmer
Bæjarráð vísaði til skipulagsnefndar athugasemd úr viðtalstímum bæjarfulltrúa 17. febrúar 2011 þar sem Elmar Arnarson, Hrafnagilsstræti 31, 600 Akureyri, greinir frá áhyggjum af umferðarhraða um Hrafnagilsstræti og leggur til að hraðahindrunum verði fjölgað í götunni.
Skipulagsnefnd óskaði eftir því á fundi sínum þann 9. mars sl. við framkvæmdaráð að gengið verði frá 30 km hliði við gatnamót Mýrarvegar, að hraði í götunni verði mældur og að skoðaður verði kostnaður við uppsetningu 5 hraðamyndavéla í bænum.
Framkvæmdadeild leggur til að samið verði við lægstbjóðanda Túnþökusölu Kristins ehf.
Framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir.
Sigfús Arnar Karlsson fulltrúi B-lista óskar bókað að verklok skuli standa.