Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer
Á fundi sínum 23. júlí 2015 vísaði bæjarráð 3. lið úr 93. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 7. júlí 2015 til íþróttaráðs. Í 3. lið fundargerðar hverfisráðs Hríseyjar segir:
Sundlaug
Hverfisráð óskar eftir því að hægt verði að hafa starf í sundlauginni 100% eins og
var í ljósi atvinnuástands í eyjunni þurfum við á því að halda að íbúar geti stundað atvinnu í Hrísey. Þá er átt við að samtals verði þetta 100% en í dag eru þetta tvær
stöður sem samtals gera 80%. Ljóst er að það þarf að auka við fjárveitingu til sundlaugar ef þetta á að vera hægt. Eins óskar ráðið eftir því að farið verði í kynningu
á þessari glæsilegu aðstöðu sem við höfum hér en lítið sem ekkert hefur verið gert í þeim málum frá opnun þrátt fyrir óskir. Einnig þakkar hverfisráðið fyrir góðan fund með fostöðumanni og framkvæmdarstjóra samfélags- og mannréttindadeildar þar sem rætt var um ráðningar og opnunartíma.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar mætti á fundinn undir þessum lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir íþróttaráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Birna Baldursdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Halldór Kristinn Harðarson L-lista mætti á fundinn undir þessum lið í stað Birnu Baldursdóttur.
Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að boða hlutaðeigandi aðila á fund.
Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórunn Sif Harðardóttir ásamt forstöðumanni íþróttamála verða fulltrúar íþróttaráðs á fundinum.