Íþróttaráð

129. fundur 11. apríl 2013 kl. 13:00 - 15:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Örvar Sigurgeirsson áheyrnarfulltrúi
  • Ellert Örn Erlingsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Ellert Örn Erlingsson Forstöðumaður íþróttamála
Dagskrá

1.Sundlaug Hríseyjar - 50 ára afmæli 2013

Málsnúmer 2013030372Vakta málsnúmer

Erindi dags. 21. mars 2013 frá Huldu Hrönn M. Helgadóttur formanni Kvenfélags Hríseyjar varðandi 50 ára afmæli Sundlaugarinnar í Hrísey.

Íþróttaráð þakkar Kvenfélaginu fyrir erindið. Íþróttaráð hvetur Kvenfélagið til samstarfs við forstöðumann sundlaugarinnar, Ungmennafélagið Narfa og Íþróttabandalag Akureyrar til að fagna 50 ára afmæli sundlaugarinnar í Hrísey.

2.Hlíðarfjall - fyrirspurn um lyftur og skíðaæfingar

Málsnúmer 2013030152Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 21. mars 2013 vísaði bæjarráð 5. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 14. mars 2013 til samfélags- og mannréttindadeildar:
Jón Einar Jóhannsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og benti á að skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli hafa verið mikið bilaðar undanfarnar helgar og þess vegna meiri örtröð í þær lyftur sem eru í gangi. Samt sem áður eru skíðaæfingar í gangi og þær hafa jafnvel forgang fram yfir aðra skíðaiðkendur. Jón Einar gerir athugasemd við að æfingar séu ekki látnar víkja á háannatímum þegar það kemur fyrir að lyfturnar bila.
Lagt fram til kynningar.

 

3.Hjólabrettafélag Akureyrar

Málsnúmer 2011110058Vakta málsnúmer

Erindi dags. 6. mars 2013 frá Hjólabrettafélagi Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk til leigu húsnæðis fyrir starfsemi félagsins. Gunnlaugur Guðmundsson mætti á fundinn f.h. félagsins undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar Gunnlaugi Guðmundssyni fyrir komuna á fundinn. Íþróttaráði líst vel á hugmyndir Hjólabrettafélags Akureyrar en getur því miður ekki orðið við erindinu og vísar erindinu til samfélags- og mannréttindaráðs.   

4.Íþróttadeild - langtímaáætlun

Málsnúmer 2013030343Vakta málsnúmer

Unnið að langtímaáætlun málefna sem heyra undir íþróttaráð.

 

Árni Óðinsson S-lista vék af fundi kl. 14:33.

5.Rekstrarsamningar aðildarfélaga ÍBA - endurnýjun 2012-2013

Málsnúmer 2011110002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samstarfs- og rekstrarsamningi við Íþróttafélagið Þór og drög að rekstrarstyrktarsamningi við Fimleikafélag Akureyrar.

Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að samningum við Íþróttafélagið Þór og Fimleikafélag Akureyrar og vísar samningsdrögum til bæjarráðs.

Helga Eymundsdóttir L-lista vék af fundi kl. 14:40.

Fundi slitið - kl. 15:00.