Á fundi sínum 21. mars 2013 vísaði bæjarráð 5. lið í fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 14. mars 2013 til samfélags- og mannréttindadeildar:
Jón Einar Jóhannsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og benti á að skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli hafa verið mikið bilaðar undanfarnar helgar og þess vegna meiri örtröð í þær lyftur sem eru í gangi. Samt sem áður eru skíðaæfingar í gangi og þær hafa jafnvel forgang fram yfir aðra skíðaiðkendur. Jón Einar gerir athugasemd við að æfingar séu ekki látnar víkja á háannatímum þegar það kemur fyrir að lyfturnar bila.
Lagt fram til kynningar.