Íþróttaráð

174. fundur 17. september 2015 kl. 14:00 - 16:16 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála ritaði fundargerð
Dagskrá
Guðrún Þórsdóttir V-lista boðaði forföll og Alfa Dröf Jóhannsdóttir mætti til fundar í hennar stað.

1.Fjárhagsáætlun 2016 - íþróttaráð

Málsnúmer 2015080072Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að gjaldskrá Skíðastaða í Hlíðarfjalli fyrir veturinn 2015-2016. Unnið að fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2016 og 3ja ára áætlun fyrir árin 2016-2019.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Skíðastaða mætti á fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð samþykkir gjaldskrá fyrir Skíðastaði í Hlíðarfjalli fyrir veturinn 2015-2016.

2.Verkefnastjóri tómstunda og íþrótta fyrir fatlað fólk á Akureyri

Málsnúmer 2015090062Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála kynnti hugmynd að ráðningu verkefnastjóra sem hefði það hlutverk að þróa tómstundir og íþróttir fyrir fatlað fólk á Akureyri. Lagt er til að verkefnastjórinn heyri undir samfélags- og mannréttindadeild og að 50% staða verkefnastjóra félagslegrar liðveislu á búsetudeild myndi renna saman við þetta nýja starf.
Erindinu frestað.

3.Vetraríþróttamiðstöð Íslands - ársreikningur

Málsnúmer 2015090047Vakta málsnúmer

Ársreikningur VMÍ 2014 lagður fram til kynningar.

4.Kraftlyftingafélag Akureyrar og Íþróttafélagið Draupnir - framtíðarhúsnæði

Málsnúmer 2015070094Vakta málsnúmer

Tekið fyrir aftur erindi frá formanni ÍBA dagsett 9. júní 2015 þar sem fjallað er um framtíðarhúsnæði fyrir Draupni og KFA.
Fulltrúi ÍBA og forsvarsmenn félaganna mættu á fund íþróttaráðs undir þessum lið. Málið var síðast á dagskrá íþróttaráðs 19. ágúst 2015.
Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála og formanni að vinna málið áfram.
Íþróttaráð þakkar Þóru Leifsdóttur framkvæmdarstjóra ÍBA, Grétari Skúla Gunnarssyni formanni KFA og Hans Rúnari Snorrasyni formanni Draupnis fyrir komuna á fundinn.
Þórunn Sif Harðardóttir D-lista vék af fundi kl. 15:51.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 15:58.

Fundi slitið - kl. 16:16.