Frístundaráð

99. fundur 01. september 2021 kl. 12:00 - 14:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sveinn Arnarsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Valur Sæmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Þura Björgvinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Valur Sæmundsson V-lista mætti í forföllum Ásrúnar Ýrar Gestsdóttur.

1.Nökkvi, félag siglingamanna - rekstrarsamningur um siglingahús

Málsnúmer 2021080462Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar rekstrarsamningur við Siglingaklúbbinn Nökkva vegna reksturs á nýrri aðstöðu fyrir klúbbinn.
Frístundaráð samþykkir samninginn. Jafnframt samþykkir ráðið að óska eftir viðauka að upphæð kr. 1.953.000 með því að færa fjármagn á milli kostnaðarstöðva innan málaflokks 106. Af kostnaðarstöð 1062700 Vinnuskóli og yfir á 1066150 Siglingasvæði.

Frístundaráð lýsir yfir mikilli ánægju með nýtt húsnæði fyrir Siglingaklúbbinn Nökkva og vonar að starfsemin haldi áfram að blómstra sem aldrei fyrr.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur áherslu á að áður en farið er í að framkvæma eftir uppbyggingaskýrslu íþróttamannvirkja sé farið í að kostnaðargreina rekstur og reglulegt viðhald áður en lagt er í framkvæmdir. Um leið fagnar hún þessum áfanga sem náðst hefur með þessari tímabæru uppbyggingu.

2.Útboð - frístundaakstur fyrir nemendur í 1.- 4. bekk

Málsnúmer 2021081028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar útboðsgögn vegna frístundaaksturs og farið yfir innsend tilboð.
Eitt tilboð barst í frístundaakstur frá SBA-Norðurleið hf.

Tilboðið er umfram kostnaðaráætlun og því hafnað.

Frístundaráð felur starfsmönnum að ræða við forsvarsmenn íþrótta- og tómstundafélaga.

3.Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

Málsnúmer 2020010595Vakta málsnúmer

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Eva Hrund Einarsdóttir formaður gerðu grein fyrir vinnu við aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2022

Málsnúmer 2021060305Vakta málsnúmer

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2022.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála, Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála og Pálína Dagný Guðjónsdóttir starfandi forstöðumaður sundlauga Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 14:00.