Nökkvi, félag siglingamanna - rekstrarsamningur um siglingahús

Málsnúmer 2021080462

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 98. fundur - 18.08.2021

Lögð fram drög að rekstrarsamningi við Siglingaklúbbinn Nökkva.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Þar sem fyrir liggur að óska þarf eftir viðauka til að mæta auknum útgjöldum við rekstur siglingahússins samþykkir frístundaráð að vísa erindinu til 2. umræðu í frístundaráði samkvæmt verklagsreglum Akureyrarbæjar.

Frístundaráð - 99. fundur - 01.09.2021

Lagður fram til samþykktar rekstrarsamningur við Siglingaklúbbinn Nökkva vegna reksturs á nýrri aðstöðu fyrir klúbbinn.
Frístundaráð samþykkir samninginn. Jafnframt samþykkir ráðið að óska eftir viðauka að upphæð kr. 1.953.000 með því að færa fjármagn á milli kostnaðarstöðva innan málaflokks 106. Af kostnaðarstöð 1062700 Vinnuskóli og yfir á 1066150 Siglingasvæði.

Frístundaráð lýsir yfir mikilli ánægju með nýtt húsnæði fyrir Siglingaklúbbinn Nökkva og vonar að starfsemin haldi áfram að blómstra sem aldrei fyrr.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur áherslu á að áður en farið er í að framkvæma eftir uppbyggingaskýrslu íþróttamannvirkja sé farið í að kostnaðargreina rekstur og reglulegt viðhald áður en lagt er í framkvæmdir. Um leið fagnar hún þessum áfanga sem náðst hefur með þessari tímabæru uppbyggingu.

Bæjarráð - 3738. fundur - 09.09.2021

Liður 1 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 1. september 2021:

Lagður fram til samþykktar rekstrarsamningur við Siglingaklúbbinn Nökkva vegna reksturs á nýrri aðstöðu fyrir klúbbinn.

Frístundaráð samþykkir samninginn. Jafnframt samþykkir ráðið að óska eftir viðauka að upphæð kr. 1.953.000 með því að færa fjármagn á milli kostnaðarstöðva innan málaflokks 106. Af kostnaðarstöð 1062700 Vinnuskóli og yfir á 1066150 Siglingasvæði.

Frístundaráð lýsir yfir mikilli ánægju með nýtt húsnæði fyrir Siglingaklúbbinn Nökkva og vonar að starfsemin haldi áfram að blómstra sem aldrei fyrr.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista leggur áherslu á að áður en farið er í að framkvæma eftir uppbyggingaskýrslu íþróttamannvirkja sé farið í að kostnaðargreina rekstur og reglulegt viðhald áður en lagt er í framkvæmdir. Um leið fagnar hún þessum áfanga sem náðst hefur með þessari tímabæru uppbyggingu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn með fimm samhljóða atkvæðum. Jafnframt samþykkir bæjarráð beiðni frístundaráðs um viðauka vegna millifærslu milli kostnaðarstöðva og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðaukann.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 17. fundur - 03.10.2022

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram minnisblað varðandi framlengingu á rekstrarsamningi við Siglingaklúbbinn Nökkva um rekstur og umsjón félagsaðstöðu félagsins við Drottningarbraut.

Áheyrnafulltrúar: Geir Kr. Aðalsteinsson fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur forstöðumanni íþróttamála að gera nýjan samning við Siglingafélagið Nökkva um rekstur og umsjón félagsaðstöðu félagsins við Drottningarbraut.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 18. fundur - 17.10.2022

Fyrir liggja drög að rekstrarsamningi við Nökkva, félag siglingamanna.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3785. fundur - 27.10.2022

Liður 6 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 17. október 2022:

Fyrir liggja drög að rekstrarsamningi við Nökkva, félag siglingamanna.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar til bæjarráðs.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd bæjarins.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista leggja áherslu á að áður en farið er í framkvæmdir á íþróttamannvirkjum sé rekstur og reglulegt viðhald kostnaðargreint. Um leið fagna þær þeim áfanga sem náðist með tímabærri uppbyggingu á félagssvæði Nökkva enda snýr þessi gagnrýni ekki að uppbyggingunni sjálfri heldur að þessi útreikningur hafi ekki legið fyrir fyrirfram. Þetta eru ekki einskiptisaðgerðir heldur aukinn rekstrarkostnaður til framtíðar. Bæjarfulltrúar óska eftir því að útreikningar á rekstri og reglulegu viðhaldi á uppbyggingu í skautahöll og á KA svæði verði lagðir fyrir bæjarráð og í framhaldinu verði lögð fyrir kostnaðaráætlun um rekstur á þeim íþróttamannvirkjum sem ætlað er að fara í á kjörtímabilinu.