Frístundaráð

62. fundur 16. september 2019 kl. 08:15 - 10:05 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Umsókn um aukið framlag til ÍBA 2020

Málsnúmer 2019090229Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. september 2019 frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem óskað er eftir auknu framlagi vegna verkefna ÍBA á árinu 2020.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við beiðninni um aukið framlag en hvetur ÍBA til að flýta endurskoðun á reglum um úthlutun jafnréttis/kvennastyrkja.

2.Sundfélagið Óðinn - ósk um meiri aðgang að tímum í Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2019090230Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. september 2019 frá Inga Þór Ágústssyni yfirþjálfara Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir meiri aðgangi að nýrra sundlaugarkari Sundlaugar Akureyrar fyrir æfingar félagsins.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir beiðnina um aukinn aðgang og felur deildarstjóra íþróttamála að auglýsa vel fyrirkomulagið á notkun laugarinnar.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2020

Málsnúmer 2019050307Vakta málsnúmer

Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2020 lögð fram til samþykktar.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Steindór Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar, Kristján Snorrason byggingastjóri viðhaldsdeildar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir umræðum um viðhalds- og framkvæmdaverkefni frístundaráðs.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna-frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir framlagðar gjaldskrárbreytingar og vísar þeim til bæjarráðs.

Frístundaráð samþykkir framlagða starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og vísar henni til bæjarráðs.

Frístundaráð leggur áherslu á að farið verði í að greina áhrif hagræðingaaðgerða á kyn og aldur.

Fundi slitið - kl. 10:05.