Sundfélagið Óðinn - ósk um meiri aðgang að tímum í Sundlaug Akureyrar

Málsnúmer 2019090230

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 62. fundur - 16.09.2019

Erindi dagsett 9. september 2019 frá Inga Þór Ágústssyni yfirþjálfara Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir meiri aðgangi að nýrra sundlaugarkari Sundlaugar Akureyrar fyrir æfingar félagsins.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir beiðnina um aukinn aðgang og felur deildarstjóra íþróttamála að auglýsa vel fyrirkomulagið á notkun laugarinnar.

Frístundaráð - 79. fundur - 12.08.2020

Erindi dagsett 25. júní 2020 frá Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir auknu laugarplássi í Sundlaug Akureyrar og Glerárlaug fyrir æfingar Óðins veturinn 2020-2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Elín H. Gísladóttir forstöðumaður sundlauga og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Meirihluti frístundaráðs samþykkir beiðni sundfélagsins um aukið laugarpláss í Akureyrarlaug og Glerárlaug veturinn 2020 - 2021. Beiðni um aukið pláss á laugardögum miðast við tímann 08:00 - 10:00. Frístundaráð felur forstöðumanni sundlaugarinnar að auglýsa fyrirkomulagið.


Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista sat hjá.