Framkvæmdaráð

247. fundur 17. febrúar 2012 kl. 10:00 - 11:35 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Sigríður María Hammer
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson varaáheyrnarfulltrúi
  • Jón Ingi Cæsarsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Fráveita - upplýsingar um stöðu mála 2011

Málsnúmer 2011120044Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 2. febrúar 2012:
Erindi dags. 26. janúar 2012 frá Alfreð Schiöth framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra þar sem heilbrigðisnefnd skorar á bæjarstjórn Akureyrar að láta úrbætur á fráveitu Akureyrarbæjar fá algjöran forgang í framkvæmdaáætlun yfirstandandi árs. Meðfylgjandi er bókun heilbrigðisnefndar frá 25. janúar sl.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs.

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fór yfir stöðu fráveitumála í sveitarfélaginu.

Framkvæmdaráð telur rétt að möguleikar í fráveitulausnum verði skoðaðir betur og felur bæjartæknifræðingi að vinna áfram að málinu.

Framkvæmdaráð óskar eftir að fá niðurstöður á mælingu Heilbrigðiseftirlitis Norðurlands eystra síðustu ára á svæðinu til samanburðar og yfirlit yfir þær aðgerðir sem önnur sveitarfélög á svæðinu hafa farið í á tímabilinu.

2.Aflþynnuverksmiðjan Becromal Akureyri - stækkun - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2012020095Vakta málsnúmer

Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 7. febrúar 2012 þar sem óskað er eftir umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Framkvæmdaráð telur framkvæmdina ekki háða mati á umhverfisáhrifum.

3.Blindrafélagið - ferðaþjónusta blindra - endurskoðun á samningi

Málsnúmer 2011120036Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur kynnti stöðu mála vegna endurskoðunar á samningi frá mars 2008 milli Blindrafélagsins og Akureyrarbæjar.

Framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og felur bæjartæknifræðingi að ganga frá samningi við Blindrafélagið.

4.Snjómokstur - yfirlit fyrir árið 2011

Málsnúmer 2012020114Vakta málsnúmer

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatnamála kynnti yfirlit um kostnað vegna snjómoksturs og hálkuvarna og magn hálkuvarnarefna á árinu 2011.

5.Hrafnagilsstræti/Þórunnarstræti - gangbrautarljós með hljóðmerki við gatnamót

Málsnúmer 2012010100Vakta málsnúmer

Erindi dags. 6 janúar 2012 frá Rannveigu Traustadóttir hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga um hljóðmerki á gangbrautarljós við Hrafnagilsstræti/Þórunnarstræti.

Framkvæmdaráð samþykkir að gera tilraun með uppsetningu hljóðmerkja á umferðarljósum á gatnamótum Hrafnagilsstrætis og Þórunnarstrætis.

6.Önnur mál í framkvæmdaráði 2012

Málsnúmer 2012020036Vakta málsnúmer

Jón Ingi Cæsarsson áheyrnarfulltrúi S-lista lagði fram spurningar um námavinnslu í Nesjahverfi.

Fundi slitið - kl. 11:35.