Málsnúmer 2011120044Vakta málsnúmer
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 2. febrúar 2012:
Erindi dags. 26. janúar 2012 frá Alfreð Schiöth framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra þar sem heilbrigðisnefnd skorar á bæjarstjórn Akureyrar að láta úrbætur á fráveitu Akureyrarbæjar fá algjöran forgang í framkvæmdaáætlun yfirstandandi árs. Meðfylgjandi er bókun heilbrigðisnefndar frá 25. janúar sl.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs.
Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fór yfir stöðu fráveitumála í sveitarfélaginu.
Framkvæmdaráð telur rétt að möguleikar í fráveitulausnum verði skoðaðir betur og felur bæjartæknifræðingi að vinna áfram að málinu.
Framkvæmdaráð óskar eftir að fá niðurstöður á mælingu Heilbrigðiseftirlitis Norðurlands eystra síðustu ára á svæðinu til samanburðar og yfirlit yfir þær aðgerðir sem önnur sveitarfélög á svæðinu hafa farið í á tímabilinu.