Framkvæmdaráð

318. fundur 30. október 2015 kl. 08:15 - 10:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista mætti í forföllum Þorsteins Hlyns Jónssonar.
Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista boðaði forföll og einnig varamaður hennar Guðmundur Baldvin Guðmundsson.

1.Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2014080067Vakta málsnúmer

Farið yfir framkvæmdaáætlun ársins 2015 og stöðu á umhverfisverkefnum ársins.
Framkvæmdaráð ákveður að reglulega verði gerðar stöðuskýrslur um verkefni og skilamat við lúkningu.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2015080078Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur að framkvæmdaáætlun fyrir árin 2016-2019.
Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 09:18.

3.Steinefni fyrir malbik 2014-2015

Málsnúmer 2014040054Vakta málsnúmer

Samningur við G.V. Gröfur ehf um vinnslu á steinefnum fyrir malbik árin 2014 og 2015 er að renna út. Heimilt er að framlengja samninginn um allt að tvö ár.
Meirihluti framkvæmdaráðs ákveður að fram fari endurskoðun á útboðsgögnum og verkið boðið út að nýju.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

4.Kynjasamþætting - innleiðing 2015

Málsnúmer 2015010201Vakta málsnúmer

Kynntar niðurstöður verkefnisins "Greining á notkun strætisvagna".
Í ljós kemur að notkun kynja á strætisvögnum er nokkuð jöfn á milli kynja, eða 49% karlar og 51% konur.
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista vék af fundi kl. 10:31.

5.Önnur mál í framkvæmdaráði 2015

Málsnúmer 2015010067Vakta málsnúmer

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskar eftir að gerð verði úttekt á rekstri gatnalýsingar í bænum.

Fundi slitið - kl. 10:50.