Fræðsluráð

50. fundur 03. maí 2021 kl. 13:30 - 15:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Þorlákur Axel Jónsson
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
  • Rósa Njálsdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Einar Gauti Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
  • Bryndís Björnsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Drífa Þórarinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
  • Hafdís Ólafsdóttir fulltrúi leikskólakennara
  • Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara
  • Hildigunnur Rut Jónsdóttir varamaður foreldra leikskólabarna
  • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Rakel Alda Steinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
  • Erna Rós Ingvarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá

1.KLLSK - Leikskólinn Klappir við Glerárskóla

Málsnúmer 2018050021Vakta málsnúmer

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri UMSA kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda.
Afgreiðslu frestað.

2.Lundarskóli - A-álma - LUSK

Málsnúmer 2020060448Vakta málsnúmer

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri UMSA kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda.
Afgreiðslu frestað.

3.Framkvæmdaáætlun fræðslusviðs 2022

Málsnúmer 2021041329Vakta málsnúmer

Tillaga að framkvæmdaáætlun fyrir fræðslusvið fyrir árið 2022 lögð fram til staðfestingar.
Meirihluti fræðsluráðs samþykkir framlagðar tillögur að framkvæmdaáætlun og leggur áherslu á að ljúka þeim framkvæmdum sem þegar eru hafnar.


Þórhallur Harðarson D-lista situr hjá. Ástæður þess er að Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri var hlynntur byggingu nýs Lundarskóla fremur en að fara í miklar endurbætur á gömlu núverandi húsnæði.

4.Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

5.Dagforeldrar - launatrygging, minnisblað

Málsnúmer 2021041577Vakta málsnúmer

Minnisblað um launatryggingu fyrir dagforeldra lagt fram til afgreiðslu.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða að greiða launatryggingu fyrir eitt laust pláss í daggæslu til þeirra dagforeldra sem ekki hafa náð að fylla í öll pláss á tímabilinu september til desember 2021, með því skilyrði að farið sé eftir reglum um launatryggingu sem um hana gilda.

Fundi slitið - kl. 15:30.