Fræðsluráð

16. fundur 16. september 2019 kl. 13:30 - 15:25 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Þorlákur Axel Jónsson
  • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
  • Rósa Njálsdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
Dagskrá
Helen Birta Kristjánsdóttir varamaður fulltrúa foreldra leikskólabarna mætti í forföllum Ingunnar Högnadóttur.
Eyrún Skúladóttir fulltrúi grunnskólastjóra boðaði forföll.
Sveinn Leó Bogason fulltrúi grunnskólakennara boðaði forföll.
Hildur Lilja Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs var sérstaklega boðin velkomin til fundar.

1.Kynning á starfsemi skólaþjónustu Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2018080145Vakta málsnúmer

Helga Vilhjálmsdóttir forstöðumaður skólaþjónustu mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála og svaraði fyrirspurnum um úrræði í skólakerfinu.

2.Ytra mat á grunnskólum 2015-2020

Málsnúmer 2015050045Vakta málsnúmer

Lokaskýrsla umbótaáætlunar Brekkuskóla lögð fram til kynningar auk staðfestingar fræðslusviðs til mennta- og menningarmálaráðuneytis dagsettrar 5. september 2019.

3.Endurskoðun menntastefnu 2018

Málsnúmer 2017080125Vakta málsnúmer

Rætt um gerð menntastefnu Akureyrarbæjar og framkvæmd hennar.
Fræðsluráð felur formanni og sviðsstjóra að leita aðila til að ljúka vinnu við menntastefnu bæjarins og aðgerðaráætlun.

4.Áskorun frá Samtökum grænkera

Málsnúmer 2019080348Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. ágúst 2019 frá Valgerði Árnadóttur og Benjamín Sigurðssyni, fyrir hönd Samtaka grænkera, þar sem skorað er á umhverfisráðherra, ríkisstjórn og sveitarfélög Íslands að draga úr neyslu dýraafurða.



Bæjarráð Akureyrarbæjar vísaði erindinu til umfjöllunar í fræðsluráði.
Fræðsluráð bendir á að frumskylda Akureyrarbæjar sé að fylgja manneldismarkmiðum Landlæknisembættisins sem styðst við samnorrænar leiðbeiningar. Á undanförnum árum hefur hlutur kjöts farið minnkandi í fæði grunn- og leikskólabarna og er nú í boði 6 sinnum (af 21 skipti) í mánuði. Þegar kjöt er í aðalrétt er þess gætt að aðrir fæðuflokkar standi börnum til boða. Grænmeti, salat og ávextir eru í boði alla daga.

Ekki er á dagskrá að hætta með kjöt í mötuneytum heldur halda áfram á markaðri vegferð. Áhersla er á að hafa fjölbreytt úrval fæðuflokka og kaupa íslenskar afurðir, helst staðbundna framleiðslu. Með því móti heldur Akureyrarbær áfram ábyrgum rekstri skólamötuneyta.

5.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020-2023

Málsnúmer 2019070631Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir árið 2020 ásamt starfsáætlun. Tillagan gerir ráð fyrir því að rekstur fræðslumála, án framhaldsskólanna sé kr. 19.975.000 undir viðmiðum útgefins ramma sem er kr. 7.440.666.000, þegar tekið hefur verið tillit til 70 m.kr. hagræðingarkröfu.
Meirihluti fræðsluráðs samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun 2020.

Þórhallur Harðarson D-lista og Rósa Njálsdóttir M-lista sátu hjá við atkvæðagreiðslu málsins.

Tillögunni er vísað til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 15:25.