Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020-2023

Málsnúmer 2019070631

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 13. fundur - 19.08.2019

Vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2020-2023 lögð fram til kynningar ásamt tillögum að hagræðingaraðgerðum fyrir árið 2020.
Fræðsluráð samþykkir framlagðar tillögur að hagræðingu fyrir árið 2020.

Fræðsluráð - 14. fundur - 26.08.2019

Vinnufundur kjörinna fulltrúa fræðsluráðs.

Fræðsluráð - 15. fundur - 02.09.2019

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020-2023.
Fræðsluráð vísar fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020-2023 til seinni umræðu mánudaginn 16. september 2019.



Þuríður S. Árnadóttir V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Lagt er til að ígildi (laun og launatengd gjöld) eins stöðugildis leikskólakennara og grunnskólakennara verði bætt við fjárhagsáætlun fræðslusviðs. Fjármunirnir verði nýttir til þjónustukaupa á sérfræðiþekkingu í list- og verkgreinum til að auðga kennsluaðferðir skólanna. Sérstaklega þær greinar sem ekki eru kenndar og ekki fást kennarar til að kenna s.s. eins og tónlistarkennarar.

Meirihluti fræðsluráðs og Rósa Njálsdóttir M-lista vísa tillögunni til vinnu við endurskoðun menntastefnu Akureyrarbæjar.



Þórhallur Harðarson D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Lagt er til að í lok skólaárs 2019/2020 verði auglýst aftur eftir sálfræðingi í skólaþjónustuna sem hæfi störf haustið 2020.

Fræðsluráð vísar tillögunni til seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2020-2023.

Fræðsluráð - 16. fundur - 16.09.2019

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir árið 2020 ásamt starfsáætlun. Tillagan gerir ráð fyrir því að rekstur fræðslumála, án framhaldsskólanna sé kr. 19.975.000 undir viðmiðum útgefins ramma sem er kr. 7.440.666.000, þegar tekið hefur verið tillit til 70 m.kr. hagræðingarkröfu.
Meirihluti fræðsluráðs samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlun 2020.

Þórhallur Harðarson D-lista og Rósa Njálsdóttir M-lista sátu hjá við atkvæðagreiðslu málsins.

Tillögunni er vísað til bæjarráðs.

Fræðsluráð - 17. fundur - 21.10.2019

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar lagði fram og kynnti áætlun um breytingar á rekstri fræðslumála fyrir árin 2021-2023.