Fræðsluráð

10. fundur 30. apríl 2018 kl. 13:30 - 15:04 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Guðmundur H Sigurðarson
  • Þórhallur Harðarson
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Ingibjörg Ólöf Ísaksen B-lista mætti í forföllum Siguróla Magna Sigurðssonar.
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Dagnýjar Þóru Baldursdóttur.
Ingunn Högnadóttir fulltrúi foreldra á leikskólum tilkynnti forföll.
Anna Kristjana Helgadóttir fulltrúi ungmennaráðs var sérstaklega boðin velkomin til fundar.

1.Kennslustundaúthlutun til grunnskóla

Málsnúmer 2017030172Vakta málsnúmer

Ósk um viðauka fyrir árið 2018 vegna fjölgunar kennslustunda var lögð fram til kynningar á 9. fundi fræðsluráðs þann 16. apríl 2018.

Fram fór 2. umræða um viðauka vegna fjölgunar kennslustunda í grunnskólum.
Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs.

Skv. 5. grein reglna um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fylgir gátlisti vegna jafnréttismats.
Silja Dögg Baldursdóttir mætti til fundar kl. 13:52.

2.Gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur til foreldra

Málsnúmer 2018040176Vakta málsnúmer

Breytingar á gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur til foreldra.

Málinu var frestað á 9. fundi fræðsluráðs þann 16. apríl 2018.
Fræðsluráð samþykkir að kjarasamningsbundnar hækkanir frá 1. janúar 2018 og frá 1. júní 2018 á verðskrá dagforeldra verði bornar af sveitarfélaginu. Ekki er ástæða til að óska eftir viðauka að svo stöddu.

3.Viðauki vegna hækkunar húsaleigu Tröllaborga

Málsnúmer 2018040177Vakta málsnúmer

Ósk um viðauka fyrir árið 2018 vegna hækkunar á húsaleigu í Tröllaborgum var lögð fram til kynningar á 9. fundi fræðsluráðs þann 16. apríl 2018.

Jafnframt óskaði fræðsluráð eftir skýringum á hækkun framkvæmdakostnaðar frá upphaflegri áætlun.
Málinu frestað þar sem öll gögn málsins liggja ekki fyrir.

4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 2017050143Vakta málsnúmer

Ósk um viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 vegna fjölgunar sérkennslustunda í leikskólum lögð fram til kynningar.

Spár um sérkennsluþörf fyrir árið 2018 hafa ekki gengið eftir og þörfin fyrir aukningu á sérkennslutímum hefur aukist verulega vegna þroskafrávika og hegðunarvanda.
Málið lagt fram til kynningar og vísað til 2. umræðu á næsta fundi fræðsluráðs.

5.Innritun í leikskóla 2018

Málsnúmer 2018040308Vakta málsnúmer

Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi gerði grein fyrir stöðu innritunar í leikskóla sveitarfélagsins haustið 2018.

Búið er að bjóða öllum börnum leikskólapláss sem voru á biðlista og eru fædd á árunum 2013-2016. Einnig hefur öllum börnum fæddum í janúar, febrúar og mars 2017 verið boðið leikskólapláss.

6.Ytra mat á grunnskólum 2015-2020

Málsnúmer 2015050045Vakta málsnúmer

Úrbótaáætlun vegna ytra mats á Glerárskóla lögð fram til kynningar.

7.Velferðarstefna Akureyrarkaupstaðar 2017-2021

Málsnúmer 2015010191Vakta málsnúmer

Drög að velferðarstefnu Akureyrarkaupstaðar 2017-2021 lögð fram til kynningar án athugasemda. Fræðsluráð fagnar framkomnum drögum þar sem velferð barna og ungmenna kemur skýrt fram.
Guðmundur Sigurðarson vék af fundi kl. 14:50.

Fundi slitið - kl. 15:04.