Fræðslu- og lýðheilsuráð

58. fundur 11. september 2024 kl. 13:00 - 14:30 Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Halla Birgisdóttir Ottesen
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig Elíasdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
  • Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla
  • Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla
  • Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
  • Ida Eyland Jensdóttir forstöðumaður skrifstofu ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ida Eyland Jensdóttir forstöðumaður skrifstofu
Dagskrá
Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista sat fundinn í foföllum Tinnu Guðmundsdóttur.

Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að færa dagskrárlið 6 um uppfærða starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs framar í dagskrá.
Fræðslu- og lýðheilusráð samþykkti tillöguna samhljóða.
Enn fremur að taka út af dagskrá lið 10 um heimakennslu.
Fræðslu- og lýðheilusráð samþykkti tillöguna samhljóða.

1.Íþróttafélagið Þór - félagsaðstaða í Íþróttahöllinni

Málsnúmer 2024090361Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. september 2024 frá Íþróttafélaginu Þór þar sem óskað er eftir að félagið fái úthlutað rými við suðuranddyri Íþróttahallarinnar fyrir stuðningsmenn félagsins í tengslum við meistaraflokksleiki félagsins í Íþróttahöllinni.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helga Björg Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundi ráðsins.

2.Uppfærð starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2025-2027

Málsnúmer 2024090458Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar uppfærð starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2025-2027.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helga Björg Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi Ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða starfsáætlun.

3.Kynning frá Oddeyrarskóla. Foreldrafærninámskeið - fyrir foreldra barna í 1. bekk

Málsnúmer 2024090461Vakta málsnúmer

Kynning frá Oddeyrarskóla um námskeið í foreldrafærni sem verður til eftir samstarf við mennta- og barnamálaráðuneytið og er ætlað foreldrum barna sem eru að hefja námi í 1.bekk. Námskeiðið ber heitið "Tengjumst í leik" þar sem lögð er áhersla á jákvæð samskipti og samveru foreldra og barna í gegnum leik. Efni og innihald námskeiðssins er byggt á gagnreyndum aðferðum og rannsóknum á alþjóðlegum vettvangi.

Linda Rós Rögnvaldsdóttir og Margrét Th. Aðalgeirsdóttir sátu á fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Lindu og Margréti fyrir kynninguna.

4.Ofbeldi og vopnaburður - bréf til foreldra

Málsnúmer 2024090356Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf til foreldra um ofbeldi og vopnaburð.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

5.Viðmiðunargjaldskrá utan lögheimilssveitarfélags v/grunnskólanáms

Málsnúmer 2024090051Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar uppfærð viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna námsvistar utan lögheimilissveitarfélags.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi Ungmennaráðs.

6.Upplýsingar til sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða

Málsnúmer 2024080099Vakta málsnúmer

Lagt fram til upplýsingar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skilgreiningu á skólamáltíðum.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Rannveig Elíasdóttir S-lista, Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista óska eftir að unnið sé minnisblað um kostnað og framkvæmd ef kæmi til þess að bjóða upp á ávaxta- og grænmetisáskrift án endurgjalds í öllum grunnskólum Akureyrarbæjar. Sviðsstjóra falið vinna málið áfram.

7.Ósk um breytingu á skóladagatali - Klappir

Málsnúmer 2024090467Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar ósk um breytingu á skóladagatali Klappa sem felur í sér að færa einn af starfsdögunum fram um einn dag.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir umbeðna breytingu.

8.Nemendakönnun 2.- 5. bekkjar

Málsnúmer 2024090468Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar tilboð frá Skólapúlsinum um nemendakönnun sem ætluð er 2.- 5. bekk.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

9.Námskeiðsdagar fyrir grunnskólastig

Málsnúmer 2024090463Vakta málsnúmer

Samantekt á námsskeiðsdögum fyrir grunnskólastigið sem haldnir voru dagana 13.- 14. ágúst 2024.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

10.Barnvænt sveitarfélag - gátlistar

Málsnúmer 2023091180Vakta málsnúmer

Barnvænt hagsmunamat lagt fram.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málum 2, 3 og 6 til kynningar í ungmennaráði.

Fundi slitið - kl. 14:30.