Kynning frá Oddeyrarskóla. Foreldrafærninámskeið - fyrir foreldra barna í 1. bekk

Málsnúmer 2024090461

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 58. fundur - 11.09.2024

Kynning frá Oddeyrarskóla um námskeið í foreldrafærni sem verður til eftir samstarf við mennta- og barnamálaráðuneytið og er ætlað foreldrum barna sem eru að hefja námi í 1.bekk. Námskeiðið ber heitið "Tengjumst í leik" þar sem lögð er áhersla á jákvæð samskipti og samveru foreldra og barna í gegnum leik. Efni og innihald námskeiðssins er byggt á gagnreyndum aðferðum og rannsóknum á alþjóðlegum vettvangi.

Linda Rós Rögnvaldsdóttir og Margrét Th. Aðalgeirsdóttir sátu á fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Lindu og Margréti fyrir kynninguna.