Málsnúmer 2023020370Vakta málsnúmer
Ósk um viðauka á fjárhagsáætlun fræðslu- og lýðheilsusviðs 2023. Um er að ræða 60 m.kr. tilfærslu milli liða sem færðar voru á kostnaðarstöð 1040101 þar sem ekki lá fyrir hvernig þessari skiptingu yrði háttað í fjárhagsáætlunarvinnunni. Þessum 60 m.kr. er áætlað að mæta síðbúnum óskum um fjölgun stöðugilda vegna stuðnings í leikskólum að fjárhæð 35,6 m.kr. og til að koma til móts við leik- og grunnskóla vegna hlutverks tengiliða skv. farsældarlögum að fjárhæð 24,4 m.kr. Auk þess er óskað eftir tilfærslu að upphæð 4,56 m.kr. af kostnaðarstöð 1041050 en þar var áætlað fyrir móttöku flóttabarna í leikskólunum miðað við stöðuna í október 2022.
Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ragna Kristín Jónsdóttir fulltrúi leikskólabarna, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.