Félagsmálaráð

1176. fundur 11. desember 2013 kl. 14:00 - 17:30 Heilsugæslustöðin - fundarsalur 4. hæð
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson varaformaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Valur Sæmundsson
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þráinn Brjánsson fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagserindi 2013 - áfrýjanir

Málsnúmer 2013010061Vakta málsnúmer

Selma Heimisdóttir og Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafar á fjölskyldudeild kynntu áfrýjanir í fjárhagsaðstoð.
Áfrýjanir og afgreiðsla þeirra eru færðar í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Afskriftir lána 2013

Málsnúmer 2013120039Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram áætlun um afskriftir lána 2013.
Félagsmálaráð samþykkir áætlunina og vísar málinu til bæjarráðs.

3.Samstarf Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð - styrkbeiðni 2013

Málsnúmer 2013110169Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum á Akureyri og Rauða krossinum við Eyjafjörð þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna aðstoðar fyrir jólin.

Félagsmálaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 500.000 vegna jólaaðstoðar.

4.SÁÁ - styrkbeiðni vegna reksturs göngudeildar 2012-2013

Málsnúmer 2011100092Vakta málsnúmer

Rætt um styrkveitingu til SÁÁ fyrir árið 2013. Greint frá fundi með framkvæmdastjóra og formanni SÁÁ.

Félagsmálaráð felur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar að ganga frá samstarfssamningi við SÁÁ fyrir árið 2013.

5.Samband íslenskra sveitarfélaga - félagsþjónustunefnd

Málsnúmer 2012020043Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar 18. og 19. fundargerð félagsþjónustunefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2013.

6.Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga

Málsnúmer 2009110111Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar bakhóps vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga, dags. 9. september 2013.

7.Lautin - athvarf fyrir fólk með geðraskanir

Málsnúmer 2012010115Vakta málsnúmer

Rekstrarsamningur um Lautina, athvarf fyrir fólk með geðraskanir á Akureyri, lagður fram til afgreiðslu.

Félagsmálaráð samþykkir drögin og felur Soffíu Lárusdóttur framkvæmdastjóra búsetudeildar að ganga frá samningnum.

8.Tómstundastarf fullorðinna - framtíðarsýn 2013

Málsnúmer 2013080108Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt frá vinnuhópi sem var falið að skoða tómstundastarf fyrir fullorðna sem í boði er á vegum Akureyrarbæjar. Samantektin hefur áður verði lögð fram á fundi samfélags- og mannréttindaráðs.

Félagsmálaráð þakkar vinnuhópnum fyrir samantektina. Ráðið óskar eftir að vinnuhópurinn taki jafnvel að sér frekari hugmyndavinnu síðar.

9.Fjárhagsáætlun 2014 - félagsmálaráð

Málsnúmer 2013090052Vakta málsnúmer

Rætt um áætluð framlög vegna málefna fatlaðs fólks fyrir árið 2014 en þau eru lægri en lágu til grundvallar við afgreiðslu félagsmálaráðs á fjárhagsáætlun 2014.

Félagsmálaráð samþykkir að lækka lið 1025030 Sameiginlegan kostnað um 34.533 þús. kr.

Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista vék af fundi kl. 15:55.
Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista vék af fundi kl. 16:00.

10.Undirskriftalisti - ábendingar um vinnutíma, vaktir og álag við umönnunarstörf í Hlíð

Málsnúmer 2013110108Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar.
Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti aðdraganda og skýrði frá þeirri vinnu sem þegar hefur átt sér stað í tengslum við ábendingar sem settar eru fram með undirskriftalistanum.

11.Félagsmálaráð - starfsemi 2010-2014

Málsnúmer 2010060081Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fundaráætlun félagsmálaráðs fyrir tímabilið janúar til júní 2014.

Félagsmálaráð samþykkir framlagða fundaráætlun.

12.Eden alternative / hugmyndafræði

Málsnúmer 2013120037Vakta málsnúmer

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá að Öldrunarheimilum Akureyrar hafi þann 5. desember sl. borist staðfesting á að heimilin hafi fengið alþjóðlega viðurkenningu sem EDEN heimili. Áformað er að formleg afhending viðurkenningarinnar verði um miðjan janúar nk.
Félagsmálaráð fagnar þessum áfanga og óskar starfsfólki Öldrunarheimila Akureyrar, íbúum og aðstandendum til hamingju með viðurkenninguna. Að baki liggur mikil vinna, breytingar á starfsháttum og húsakynnum, sem ber að þakka sérstaklega. Viðurkenningin er staðfesting á öllu því góða starfi sem unnið er á ÖA.

13.Félagsmálaráð - rekstraryfirlit 2013

Málsnúmer 2013010124Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 10 mánaða rekstraryfirlit HAK.

14.10 ára áætlun HAK 2013-2022

Málsnúmer 2013110067Vakta málsnúmer

Lögð fram 10 ára áætlun HAK.

Félagsmálaráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

15.Heilsugæslustöðin á Akureyri - starfsemismál

Málsnúmer 2013120061Vakta málsnúmer

Deildarstjóri skólahjúkrunar, Ingibjörg Ingimundardóttir og deildarstjóri mæðraverndar, Hulda Pétursdóttir, sögðu frá sínum deildum.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Fundi slitið - kl. 17:30.