Félagsmálaráð

1142. fundur 11. apríl 2012 kl. 14:00 - 17:05 Hlíð - samkomusalur
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Oktavía Jóhannesdóttir
  • Sif Sigurðardóttir
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðlaug Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir fundarritari
Dagskrá

1.Öldrunarheimili Akureyrar - staða biðlista vor 2012

Málsnúmer 2012040017Vakta málsnúmer

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri, Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri, Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK, Rannveig Guðnadóttir starfsmaður vistunarmatsnefndar, Friðný B. Sigurðardóttir þjónustustjóri og Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri ræddu stöðu biðlista varðandi þjónustu á öldrunarheimilunum.
Kynntir voru biðlistar í hjúkrunarrými, dvalarrými, skammtímarými og dagvistarrými á ÖA. Biðlisti eftir dvalarrýmum hefur lengst en biðlisti eftir hjúkrunarrýmum er í lágmarki. Vistunarmatskerfið mælir illa andlega og félagslega þætti sem virðist helsta ástæða þess að fólk sækir um þjónustu. Starfsmenn munu vinna áfram að tillögum til úrbóta.

2.Bakkahlíð - framtíðaráform

Málsnúmer 2012040019Vakta málsnúmer

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA fóru yfir framtíðaráform varðandi Bakkahlíð.
Félagsmálaráð leggur til að starfsemi sem nú er í Bakkahlíð, íbúar og starfsfólk, flytji í eina einingu í Vestursíðu þegar nýja hjúkrunarheimilið verður tekið í notkun. Málinu vísað til bæjarstjórnar.

3.Vestursíða - staða mála

Málsnúmer 2012040018Vakta málsnúmer

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA gerði grein fyrir stöðu mála varðandi nýbyggingu við Vestursíðu.
Bygging nýja hjúkrunarheimilisins við Vestursíðu hefur gengið mjög vel og útlit fyrir að áætlaður afhendingartími í lok ágúst standist.

4.Öldrunarheimili Akureyrar - þjónustukönnun kynnt

Málsnúmer 2012040020Vakta málsnúmer

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA kynntu þjónustukönnun sem gerð var á ÖA í október síðastliðnum.
Þjónustukönnunin var send til 187 íbúa, 108 svör bárust eða frá 57,7% íbúa. Almenn ánægja kom fram varðandi þjónustuna í svörum íbúa, 95% telja að mjög vel eða vel sé annast um íbúa, 93% finna mjög oft eða oft umhyggju hjá starfsfólki, 80% telja sig alltaf eða oft geta sinnt áhugamálum/félagsstarfi við hæfi. Einnig kom fram að skoða þarf tíðni fjölskyldufunda og skýra betur hlutverk tengla.

5.Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, 120. mál

Málsnúmer 2012030239Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti tillögu til þingsályktunar er varðar heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Í þingsályktuninni er lagt til að settar verði á ný stjórnir yfir heilbrigðisstofnanir er hafi þann tilgang að vera ráðgefandi varðandi rekstur og þjónustu og hafi áhrif til aukins samráðs um grunnþjónustu í heimabyggð.

Félagsmálaráð felur Margréti Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra HAK að ganga frá umsögn um þingsályktunartillöguna í samræmi við umræður á fundinum.

6.Tillaga til þingsályktunar um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga, 220. mál

Málsnúmer 2012030240Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti þingályktunartillögu um áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga til að efla, samhæfa og samræma nærþjónustu við íbúa landsins í sinni heimabyggð. Lögð voru fram drög að umsögn um tillöguna.

Félagsmálaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn.

7.Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - úttekt 2012

Málsnúmer 2012020016Vakta málsnúmer

Lögð fyrir úttekt Karls Guðmundssonar verkefnastjóra, Dans J. Brynjarssonar fjármálastjóra og Jóns Heiðars Daðasonar húsnæðisfulltrúa á leiguíbúðum Akureyrarbæjar dags. 2. febrúar 2012. Dan J. Brynjarsson, Karl Guðmundsson og Jón Heiðar Daðason mættu á fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð samþykkir að skipaður verði vinnuhópur til þess að undirbúa stefnu varðandi félagslegt húsnæði, fara yfir verkferla o.s.frv. Hópurinn verði skipaður fulltrúum frá búsetudeild, fjölskyldudeild, húsnæðisdeild og Fasteignum Akureyrarbæjar.

Guðlaug Kristinsdóttir B-lista vék af fundi kl. 16:50.

8.Sérfræðiþjónusta við skóla

Málsnúmer 2010030028Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri lagði fram minnisblað um þjónustu Akureyrarbæjar í málefnum barna og ungmenna dags. 29. febrúar 2012.

Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju sinni með þessa vinnu og fyrirhugað framhald á henni með skipun sérstaks vinnuhóps.

Fundi slitið - kl. 17:05.