Brit J. Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA gerði grein fyrir stöðu mál varðandi nýbyggingu við Vestursíðu. Bygging nýja hjúkrunarheimilisins hefur gengið vel og er vonast til að byggingin verði afhent á tilsettum tíma. Reglur um búnaðarkaup bárust í lok maí og er nú verið að vinna að búnaðarkaupum. Mikill áhugi er á störfum í Vestursíðu og bárust á annað hundrað umsóknir. Ráðnir verða um 20 nýir starfsmenn í mismunandi starfshlutföll og er ráðningum að mestu lokið. Auglýst hefur verið eftir hugmyndum að nöfnum á heimilin í Vestursíðu og þurfa hugmyndir að berast fyrir 30. júní nk.