Félagsmálaráð

1114. fundur 08. desember 2010 kl. 14:00 - 16:05 Heilsugæslustöðin - fundarsalur 4. hæð
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Jóhann Ásmundsson
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir
  • Margrét Guðjónsdóttir
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagserindi 2010 - áfrýjanir

Málsnúmer 2010030115Vakta málsnúmer

Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi kynnti áfrýjun á afgreiðslu fjölskyldudeildar á umsókn um fjárhagsaðstoð. Áfrýjun og afgreiðsla hennar er færð í trúnaðarbók félagsmálaráðs.

2.Afskriftir lána 2010

Málsnúmer 2010120024Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynnti tillögu að afskriftum lána í fjárhagsaðstoð að upphæð kr. 517.207.

Félagsmálaráð samþykkir afskriftirnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

3.Félagsþjónusta - endurnýjun samninga við nágranna

Málsnúmer 2008020168Vakta málsnúmer

Samningar Akureyrarbæjar við nágrannasveitarfélögin um ráðgjafarþjónustu renna út um nk. áramót.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu stöðu mála.

4.Heilsugæslustöðin á Akureyri - þjónustusamningur 2010

Málsnúmer 2010050013Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti kröfulýsingu fyrir heilsugæslu vegna þjónustusamnings sem er í vinnslu milli Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga Íslands.

5.Kynning á starfsemi

Málsnúmer 2010120044Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti starfsemi og horfur í þjónustu heilsugæslustöðvarinnar.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

6.Félagsleg liðveisla - reglur 2010

Málsnúmer 2010020013Vakta málsnúmer

Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti tillögu, dags. 6. desember 2010, um breytingu á hámarksendurgreiðslu vegna kostnaðar liðveitanda. Núverandi hámark er kr. 3.000 á mánuði og hefur ekki hækkað frá árinu 2001. Lagt er til að frá 1. janúar 2011 hækki hámark endurgreidds kostnaðar í kr. 4.500 á mánuði. Að jafnaði skuli þó miða við að endurgreiddur kostnaður sé ekki hærri en kr. 400 á hvern liðveislutíma. Ávallt skal meta þörf á notkun þessarar heimildar þegar liðveislusamningur er gerður og einungis samþykkja kostnað þegar slíkt samræmist markmiðum og innihaldi liðveislunnar. Hámark endurgreiðslu skal koma fram í liðveislusamningi.

Félagsmálaráð samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 16:05.