Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti tillögu, dags. 6. desember 2010, um breytingu á hámarksendurgreiðslu vegna kostnaðar liðveitanda. Núverandi hámark er kr. 3.000 á mánuði og hefur ekki hækkað frá árinu 2001. Lagt er til að frá 1. janúar 2011 hækki hámark endurgreidds kostnaðar í kr. 4.500 á mánuði. Að jafnaði skuli þó miða við að endurgreiddur kostnaður sé ekki hærri en kr. 400 á hvern liðveislutíma. Ávallt skal meta þörf á notkun þessarar heimildar þegar liðveislusamningur er gerður og einungis samþykkja kostnað þegar slíkt samræmist markmiðum og innihaldi liðveislunnar. Hámark endurgreiðslu skal koma fram í liðveislusamningi.
Félagsmálaráð samþykkir tillöguna.