Félagsmálaráð

1110. fundur 13. október 2010 kl. 14:00 - 15:45 Fundarsalur á 4. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Anna Guðný Guðmundsdóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Brit Bieltvedt
  • Karólína Gunnarsdóttir
  • Margrét Guðjónsdóttir
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2011 - félagsmálaráð

Málsnúmer 2010090173Vakta málsnúmer

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK, Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA, Karólína Gunnarsdóttir starfandi framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lögðu fram drög að fjárhagsáætlun deilda árið 2011. Áður á dagskrá 1109. fundar, 4. október 2010. Drög að fjárhagsáætlunum deilda árið 2011, eins og þau liggja fyrir, eru í samræmi við áætlaðar tekjur. Mikil óvissa er þó um tekjuhlið þjónustusamninga við ríki og ekki von á endanlegum tölum fyrr en í desember. Einnig er ólokið launakeyrslum svo einhverra breytinga má vænta á launaliðum áætlananna.

Félagsmálaráð telur ljóst að framlagðar áætlanir eru víða mjög knappar, t.d. hvað varðar fjárhagsaðstoð. Ennfremur eru stórir óvissuþættir, s.s. varðandi tekjur. Félagsmálaráð getur því ekki lokið afgreiðslu áætlananna en samþykkir drögin með ofangreindum fyrirvörum.

Fundi slitið - kl. 15:45.