Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK, Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA, Karólína Gunnarsdóttir starfandi framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lögðu fram drög að fjárhagsáætlun deilda árið 2011. Áður á dagskrá 1109. fundar, 4. október 2010. Drög að fjárhagsáætlunum deilda árið 2011, eins og þau liggja fyrir, eru í samræmi við áætlaðar tekjur. Mikil óvissa er þó um tekjuhlið þjónustusamninga við ríki og ekki von á endanlegum tölum fyrr en í desember. Einnig er ólokið launakeyrslum svo einhverra breytinga má vænta á launaliðum áætlananna.