Málsnúmer 2010050097Vakta málsnúmer
Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild, Ólafur Torfason forstöðumaður búsetuþjónustu geðfatlaðra og áheyrnarfulltrúi í verkefnastjórn Lautarinnar og Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu aðkomu bæjarins að starfsemi Lautarinnar sem er athvarf fyrir geðfatlaða, rekið í samstarfi Akureyrarbæjar, Akureyrardeildar Rauða krossins og Geðverndarfélags Akureyrar. Lögð fram skýrsla um starfsemina árið 2009. Tilnefna þarf aðalfulltrúa og áheyrnarfulltrúa bæjarins í verkefnisstjórn Lautarinnar.
Félagsmálaráð þakkar gagnlega og skemmtilega kynningu og góðar móttökur.