Undanfarið ár hefur verið í skoðun hvort skynsamlegt væri að sameina rekstur Árholts, sem er lengd viðvera fyrir fötluð börn á aldrinum 10-16 ára og verið hefur á forræði skóladeildar og Skammtímavistunar fatlaðra sem er þjónusta fyrir fötluð börn og ungmenni eftir kl. 17.00 á virkum dögum og allan daginn um helgar. Rætt hefur verið við forstöðumenn beggja stofnananna og hafa þeir lýst sig jákvæða gagnvart sameiningu. Ef af þessu verður flyst fjárhagsrammi Árholts yfir til búsetudeildar á nýju fjárhagsári en yfirumsjón rekstursins frá og með 1. september 2010. Skólanefnd fjallaði um málið á fundi sínum þann 23. ágúst sl. og samþykkti breytinguna fyrir sitt leyti.
Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti sameiningu Árholts og Skammtímavistunar og felur fræðslustjóra að ganga frá málinu í samráði við aðra málsaðila.