Erindi dagsett 5. apríl 2011 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf., kt. 481287-1039, óskar eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir breyttu deiliskipulagi.
Tillagan var auglýst þann 15. febrúar og var athugasemdafrestur til 28. mars 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss. Ein athugasemd barst.
1) Hildur Hrólfsdóttir f.h. Landnets hf. vekur athygli á eftirfarandi þáttum:
a) Stæða nr. 602 í Kröflulínu stendur innan girðingar á lóð Gámafélagsins og mjög nærri fyrirhugaðri veglínu. Landsnet gerir kröfu um að öryggi stæðunnar verði tryggt gagnvart umferð um svæðið.
b) Lögð er áhersla á að helgunarsvæði línunnar verði virt, vegna öryggis þeirra sem um lóðina fara og rekstraröryggis línunnar.
Umsögn barst í tölvupósti 5. mars 2012 frá Fornleifavernd ríkisins, Sigurði Bergsteinssyni, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.
Skipulagsnefnd getur ekki fallist á breytingar á nýtingarhlutfalli. Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði grenndarkynnt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.