Umhverfis- og orkustofnun á Akureyri

Málsnúmer 2024091458

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3550. fundur - 01.10.2024

Rætt um tilkomu nýrrar stofnunar sem tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar. Höfuðstöðvar Umhverfis- og orkustofnunar verða á Akureyri og hefst starfsemi um næstu áramót.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tók Gunnar Már Gunnarsson.
Bæjarstjórn fagnar ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að höfuðstöðvar nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar verði staðsettar á Akureyri. Ákvörðunin felur í sér mikil tækifæri ekki aðeins fyrir íbúa Norðurlands heldur einnig fyrir landsbyggðina alla og íslenskt samfélag. Það að þekkingarstofnanir festi rætur á landsbyggðinni er rétt og mikilvægt skref sem stuðlar að öflugri byggðaþróun. Það er sérstök ástæða fyrir okkur Norðlendinga að gleðjast enda eru þetta stór tíðindi fyrir okkur öll.