Umræða um grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál sem er til umsagnar í Samráðsgátt. Grænbókin er liður í vinnu við gerð tillögu til þingsályktunar um húsnæðisstefnu auk aðgerðaáætlunar sem lögð verður fram á Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi. Skipulagsráð tók málið fyrir á fundi sínum 15. febrúar sl. og gagnrýndi stuttan umsagnarfrest í málinu, en fresturinn hefur nú verið lengdur til 1. mars.
Skipulagsráð lagði áherslu á að samræmingar sé gætt við skilgreiningar á ólíkum búsetuúrræðum og að leitað verði leiða til að tryggja að jafnræðis sé gætt milli ábyrgðar sveitarfélaga í húsnæðismálum. Þá bókaði skipulagsráð um mikilvægi þess að endurskoða 15% kostnaðarþátttöku sveitarfélaga í nýbyggingum ríkins.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti efni grænbókarinnar og lagði fram tillögu að bókun. Auk hennar tóku til máls Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.