- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
Í upphafi fundar las forseti eftirfarandi minningarorð:
Ég vil í upphafi fundar minnast fyrrverandi bæjarfulltrúa, Sigurðar Guðmundssonar, sem andaðist nítjánda þessa mánaðar í borginni Lusaka í Sambíu.
Sigurður Guðmundsson fæddist 8. mars 1969 og var því aðeins 53ja ára þegar hann lést.
Sigurður sem bjó lengst af á Akureyri var um árabil umsvifamikill í atvinnurekstri og rak m.a. minjagripaverslunina The Viking og verslanir undir sömu merkjum í Reykjavík.
Sigurður var litríkur persónuleiki og lá ekki á skoðunum sínum. Hann hóf bein afskipti af bæjarpólitík þegar hann stofnaði Bæjarlistann snemma á árinu 2010 og tók sæti í bæjarstjórn að loknum kosningum þá um vorið. Hann sat sem bæjarfulltrúi frá 2010-2014 og sat jafnframt í bæjarráði og skipulagsnefnd á því kjörtímabili.
Fyrir nokkrum árum flutti Sigurður til Sambíu og bjó þar með þarlendri eiginkonu sinni Njavwa Namumba og kornungum syni þeirra en fyrir átti Sigurður þrjú börn með fyrri eiginkonu sinni Jónborgu Sigurðardóttur.
Í Sambíu stofnaði Sigurður m.a. ferðaþjónustufyrirtæki með eiginkonu sinni, og undirbjó innflutning og sölu lyfja undir merkjum Viking Pharma. Hann hélt áfram að fylgjast vel með íslenskum þjóðmálum og var virkur á samfélagsmiðlum.
Bæjarstjórn vottar aðstandendum Sigurðar Guðmundssonar samúð sína, um leið og honum eru þökkuð fórnfús störf í þágu bæjarfélagsins og vil ég fyrir hönd okkar bæjarfulltrúa sem störfuðu með honum í bæjarstjórn þakka gott samstarf.
Forseti bað fundarmenn að heiðra minningu Sigurðar Guðmundssonar með því að rísa úr sætum.